Home Fréttir Í fréttum Loftgæði við Helguvík minnka umtalsvert

Loftgæði við Helguvík minnka umtalsvert

45
0
Loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík rýrna umtalsvert vegna efna frá samanlögðum útblæstri frá fyrirhugaðri starfsemi Thorsil, Norðurál og United Silicon á svæðinu. Þetta kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík.

Thorsil hafi þó sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs utan þynningarsvæðis verksmiðjunnar verði undir viðmiðunarmörkum.

<>

Thorsil hyggst reisa kísilmálmverksmiðju í Helguvík sem framleiðir 110 þúsund tonn af kísilmálmi á ári. Gert er ráð fyrir að fyrstu tveir ofnar verksmiðjunnar verði teknir í notkun 2017. Skipulagsstofnun hefur nú skilað áliti sínu um framkvæmdina. Þar segir að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur brennisteinsdíoxíðs utan þynningarsvæðis verði neðan viðmiðunarmarka, þó að búast megi við að sólarhringsgildi geti farið yfir viðmiðunarmörk á afmörkuðum svæðum. Sama gildi um önnur mengunarefni.

Talsvert neikvæð áhrif

Skipulagsstofnun telur hins vegar ljóst að vegna efna úr samanlögðum útblæstri frá fyrirhugaðri starfsemi Thorsil, fyrirhuguðu álveri Norðuráls og fyrirhugaðri kísilverksmiðju United Silicon muni loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík rýrna talsvert. Þar sem mikið af mengunarefnum berist út í andrúmsloftið nærri íbúðabyggð verði áhrifin talsvert neikvæð. Áhrifin verði þó að mestu staðbundin og afturkræf, að því undanskildu að reikna megi með að þungmálmar safnist upp næst iðjuverunum.

Skipulagsstofnun leggur til nokkur skilyrði fyrir að verksmiðjan rísi. Ef Thorsil ætli að breyta mannvirkjunum þurfi fyrirtækið að sýna fram á að þær hafi ekki marktæk áhrif á styrk mengunarefna utan þynningarsvæðis, losuunin verði undir fimmtán kílóum af brennisteinsdíoxíði oa hvert framleitt tonn af kísli þar til vöktun leiðir í ljós að hægt verði að auka losunarheimildir, að mælistöð verði þar sem mengunarefnin teygja sig að þéttbýlinu í Reykjanesbæ og að uppsöfnun á þungmálmum í mosum verði mæld reglulega.

Heimild: ruv.is