Home Fréttir Í fréttum Opnun Parliament Hotel tefst enn

Opnun Parliament Hotel tefst enn

367
0
Hótelið er flestum kunnugt sem gamla Landssímahúsið við Austurvöll. mbl.is/Árni Sæberg

Frek­ari taf­ir hafa orðið á opn­un Parlia­ment Hotel við Aust­ur­völl, en hót­elið verður nýj­asta viðbót­in í hót­elkeðju Icelanda­ir Hotels. Stefnt er að opn­un síðar í haust en óvíst er hvenær ná­kvæm­lega.

<>

Áætlan­ir voru uppi um að opna hót­elið í sum­ar en eins og ViðskiptaMogg­inn greindi frá í lok mars sl. var út­lit fyr­ir að þær áætlan­ir myndu ekki stand­ast.

Sam­kvæmt heim­ild­um ViðskiptaMogga var stefnt að því að opna hót­elið um næstu mánaðamót en af því verður ekki, þar sem húnæðið er ekki til­búið.

Ingólf­ur Har­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Icelanda­ir Hotels, vildi ekki tjá sig um málið þegar eft­ir því var leitað.

Hann seg­ir í skrif­legu svari til ViðskiptaMogga að góður gang­ur sé í lokafrá­gangi hót­els­ins og að það verði opnað síðla hausts – en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um opn­un hót­els­ins eða fjár­hag fé­lags­ins.

Heimild: Mbl.is