Home Fréttir Í fréttum Krefjast bóta vegna Helgafellslands

Krefjast bóta vegna Helgafellslands

243
0
Uppbygging í Helgafellslandi er langt komin. Hverfið er eftirsótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Land­eig­end­ur að landi Helga­fells í Mos­fells­bæ gera þá kröfu að sveit­ar­fé­lagið af­hendi þeim alls 68,5 íbúðaein­ing­ar vegna upp­bygg­ing­ar íbúða á svæðinu og/​eða greiði þeim and­virði slíkra ein­inga.

<>

Þetta kom fram í bréfi Guðbrands Jó­hann­es­son­ar lands­rétt­ar­lög­manns til Mos­fells­bæj­ar 13. maí, dag­inn fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir að málið sé nú rekið fyr­ir dóm­stól­um. Hið rétta er að höfðað var þing­lýs­ing­ar­mál gegn sýslu­manni vegna meintra þing­lýs­ing­armistaka, en það mál er nú rekið fyr­ir dóm­stól­um. Ekki of­an­greint mál.

Fram kem­ur í kröf­unni að byggðar hafi verið 635 íbúðir í áföng­um 1 til 3 í Helga­fellslandi og er kraf­an reist á því að land­eig­end­ur eigi 6,38 hekt­ara af land­inu eða 10,79% af land­inu í heild. Það hlut­fall er marg­faldað með fjölda full­byggðra íbúða.

Einnig vísað til áfanga 4 og 5

Lóðar­verð hef­ur hækkað á síðustu árum og má nú miða við að það væri um 10 millj­ón­ir króna á íbúð í Helga­fellslandi og mun hærra fyr­ir sér­býli. Sam­kvæmt því hljóðar kraf­an upp á hundruð millj­óna en land­eig­end­ur áskilja sér jafn­framt rétt til að gera kröfu vegna áfanga 4 og 5 í hverf­inu. Gert sé ráð fyr­ir allt að 930 íbúðum í hverf­inu full­byggðu, eða um 300 fleiri en í áföng­um 1 til 3, og væri hlut­ur land­eig­enda af því um 30 íbúðaein­ing­ar til viðbót­ar.

Lögmaður land­eig­enda vís­ar í kröfu­bréf­inu til sam­komu­lags sem eig­end­ur Helga­fells­lands und­ir­rituðu sín á milli hinn 26. mars 2004.

Sam­komu­lagið hafi náð til lands sem var á aðal­skipu­lagi á þeim tíma, nán­ar til­tekið 59,1 hekt­ari, en Mos­fells­bær sé nú stærsti land­eig­and­inn að um­ræddu svæði og leiði rétt sinn frá Helga­fells­bygg­ing­um en sam­komu­lagið hafi verið und­ir­ritað fyr­ir hönd þess fé­lags. Til­efni þess hafi verið sam­eig­in­leg ákvörðun land­eig­enda um að láta Mos­fells­bæ standa að op­inni sam­keppni um ramma­skipu­lag á Helga­fellslandi á grund­velli aðal­skipu­lags 2002-2024.

Heimild: Mbl.is