Home Fréttir Í fréttum Öllum sagt upp hjá Fagus

Öllum sagt upp hjá Fagus

574
0
Móðurfélag Parki Interiors tók yfir rekstur Fagus fyrir tveimur árum. PARKI

Öllum átta starfsmönnum trésmiðjunnar Fagus í Þorlákshöfn hefur verið sagt upp störfum. Fagus er í eigu Bitter ehf., móðurfélags Parki Interiors og býðst starfsfólki að þiggja önnur störf hjá móðurfélaginu eða vinna uppsagnarfrest.

<>

Þetta staðfestir Gústaf Ólafsson, framkvæmdastjóri Bitter, í samtali við Vísi en Hafnarfréttir greindu fyrst frá. Gústaf segir að trésmiðjan hafi lengi glímt við rekstrarvanda og hann haldið áfram eftir að Bitter keypti fyrirtækið haustið 2020. Stjórnendur vonist til þess að geta haldið starfsemi áfram á Þorlákshöfn og leiti nú leiða til þess að gera það að veruleika.

Að sögn Gústafs hefur skortur á starfsfólki flækt reksturinn og samkeppni um vinnuafl sjaldan verið harðari. Erfitt hafi verið að halda þekkingarstiginu í trésmiðjunni eftir að fyrri eigendur fóru út úr rekstrinum og á eftirlaun.

Fram kemur í frétt Hafnarfrétta að Fagus hafi verið eina starfandi innréttinga- og hurðaframleiðsluverkstæðið á Suðurlandi. Trésmiðjan Fagus var stofnuð árið 1991 af þeim Hannesi Gunnarssyni, Guðlaugi Óskari Jónssyni, Gesti Sigþórssyni og Pétri Björgvinssyni.

Heimild: Visir.is