Opnuð hefur verið verðkönnun fyrir vinnurafmagn og vinnulagnir fyrir byggingu nýs meðferðakjarna við Hringbraut.
Fimm ráðgjafafyrirtækjum var boðin þátttaka í verðkönnuninni og voru tvö fyrirtæki sem sendu inn verð í verkið.
Kostnaðaráætlun var undir útboðsmörkum sbr. lög nr. 120/2016. Samið hefur verið við lægstbjóðanda, Verkís hf., 15.870.000 kr án vsk.
Hönnuðir taka að sér að hanna vinnurafmagn og vinnulagnir í meðferðarkjarna og bílakjallara undir Sóleyjartorgi á Hringbrautarlóð.
Heimild: NLSH.is