Home Fréttir Í fréttum Viðbyggingin að slíta sig frá hjúkrunarheimilinu

Viðbyggingin að slíta sig frá hjúkrunarheimilinu

293
0
Hér má sjá sprungu sem myndaðist þar sem viðbyggingin tengist meginbyggingunni. mbl.is/ Þóra Birna Ingvarsdóttir

Jarðskjálfta­hrin­an á Reykja­nesskag­an­um hef­ur valdið tals­verðum skemmd­um á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Víðihlíð í Grinda­vík auk þess sem íbú­ar þar hafa vaknað upp um miðjar næt­ur við skjálfta.

<>

„Maður er bæði hrædd­ur og ekki hrædd­ur. Ég hef þekkt jarðskjálfta frá því að ég var barn. Heima hjá mér var pí­anó og það tók upp á því að spila sjálft í ein­um svona jarðskjálfta,“ seg­ir Ása Lóa Ein­ars­dótt­ir, íbúi á Víðihlíð.

Ása Lóa hef­ur búið í Grinda­vík í 88 ár. mbl.is/ Þóra Birna

Svo­lítið óhuggu­legt

Skjálft­arn­ir nú eru sam­bæri­leg­ir þeim sem hún hef­ur upp­lifað áður, en Ása hef­ur búið alla tíð í Grinda­vík. Henni þykir þó nóg komið.

Í gær fékk Ása aðstoð við að týna hluti niður úr hill­um og af veggj­um. Spurð hvenær hún ætli að setja hlut­ina upp aft­ur seg­ist hún hið minnsta ekki ætla að gera það í dag.

„Mér finnst þetta svo­lítið óhuggu­legt. Þegar maður er svona einn og skjálft­arn­ir eru svona stór­ir þá er það mjög óþægi­legt. Þegar ég fór í morg­un fram að sækja Morg­un­blaðið þá var for­stöðukon­an að sópa gólfið því það hafði hrunið úr loft­inu og veggn­um.“

Það tek­ur sig varla að rétta af mynd­ir. mbl.is/Þ​óra Birna

Mörg­um íbú­um órótt

Stef­an­ía Jóns­dótt­ir er for­stöðumaður á Víðihlíð. Hún var ný­bú­in að þrífa eft­ir að kvarn­ast hafði úr veggj­um og lofti þar sem viðbygg­ing­in teng­ist upp­runa­lega hús­inu  þegar blaðamann bar að garði. „Það var eins og viðbygg­ing­in hefði ætlað að rifna af hús­inu,“ seg­ir Stef­an­ía.

Stef­an­ía seg­ir að fyr­ir liggi rým­ingaráætlan­ir ef illa fer, en er þó ekki sér­stak­lega áhyggju­full, enda þýði það lítið.

Hún reyn­ir að lesa ekki of mikið af því sem fram kem­ur í frétt­um, til þess að verða ekki of upp­tek­in af ástand­inu, og tek­ur því af æðru­leysi. „Það tek­ur því samt varla að rétta við mynd­ir á öll­um veggj­um,“ bæt­ir hún við glettn­is­lega. Stef­an­ía hef­ur þó tekið eft­ir því að mörg­um íbú­um er ekki rótt yfir skjálftun­um.

Stef­an­ía Jóns­dótt­ir, for­stöðumaður á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Víðihlíð. mbl.is/Þ​óra Birna

Upp­lifði gosið í Eyj­um en er hrædd­ari núna

„Ég sat fyr­ir fram­an sjón­vapið að horfa á fót­bolta og þá hrundi allt í kring­um mig, úr hill­un­um og glugg­un­um. Ég varð ansi hrædd­ur, ég ætla bara að viður­kenna það,“ seg­ir Al­bert sem er 92 ára gam­all íbúi í Grinda­vík, þegar hann lýs­ir því hvernig hann upp­lifði jarðskjálft­ann á sunnu­dag.

„Ég upp­lifði gosið í Vest­manna­eyj­um, en ég hef aldrei orðið jafn hrædd­ur og núna,“ bæt­ir hann við, en seg­ist þó ekki hafa orðið var við skjálft­ann í nótt.

Sprung­ur hafa mynd­ast í steyp­unni á fleiri stöðum. mbl.is/Þ​óra Birna
Stef­an­ía smellti mynd af brot­un­um áður en hún þreif þau upp. Ljós­mynd/ Stef­an­ía Jóns­dótt­ir

Heimild: Mbl.is