Home Fréttir Í fréttum Röskun vegna vegastokks

Röskun vegna vegastokks

137
0
Þröngt er víða milli götunnar og húsa austan megin. Sum hús ná að Sæbraut. Húsið t.v. er Dugguvogur 42, en þar eru skráð 20 fyrirtæki. mbl.is/sisi

Fram­kvæmd­ir við fyr­ir­hugaðan Sæ­braut­ar­stokk munu hafa í för með sér um­tals­verða rösk­un hjá fyr­ir­tækj­um sem eru með starf­semi í hús­um aust­an meg­in við Sæ­braut.

<>

Eins og fram hef­ur komið í frétt­um hef­ur Vega­gerðin í sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg og Veit­ur áform um að leggja Reykja­nes­braut/​Sæ­braut (41) í stokk frá Vest­ur­lands­vegi í norðurátt til móts við Húsa­smiðjuna, alls rúm­lega einn kíló­metra. Veg­ur­inn verður með tveim­ur ak­rein­um í hvora akst­urs­stefnu í tví­skipt­um stokk með flótta­rými á milli hluta. Verk­efnið er hluti sam­göngusátt­mála rík­is og sveit­ar­fé­laga. Áætlað er að fram­kvæmd­in taki tvö ár og er von­ast til að stokk­ur­inn verði til­bú­inn til notk­un­ar fyrri hluta árs 2027.

Vegna fyr­ir­hugaðra fram­kvæmda sendi Vega­gerðin um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar bréf hinn 1. júlí síðastliðinn. Þar seg­ir m.a.: „Ljóst er að vegna fram­kvæmd­anna verður þörf á að leggja bráðabirgðaveg, sam­síða Sæ­braut, sem þjón­ar al­mennri um­ferð á meðan á fram­kvæmd­um stend­ur. Á þessu stigi er helst horft til þess að bráðabirgðaveg­ur­inn verði lagður aust­an meg­in við fyr­ir­hugaðan stokk, á svæðinu milli nú­ver­andi Sæ­braut­ar og Duggu­vogs.“

Kort/​mbl.is

Enn­frem­ur seg­ir í bréf­inu að á þessu svæði séu nú hús og í þeim fyr­ir­tæki í full­um rekstri. Lóðirn­ar eru; Skektu­vog­ur 1, Súðar­vog­ur 2E-F, Duggu­vog­ur 42, Duggu­vog­ur 44, Duggu­vog­ur 46, Duggu­vog­ur 48-50, Duggu­vog­ur 52, Knarr­ar­vog­ur 2 og Knarr­ar­vog­ur 4. Í sum­um hús­anna er eng­in starf­semi en í öðrum eru skráð allt að 20 fyr­ir­tæki.

Leita þarf til lóðar­hafa

„Vegna þess hvað und­ir­bún­ing­ur verks­ins er kom­inn stutt eru enn marg­ar breyt­ur óljós­ar en fram­kvæmd­araðilar hafa boðið út vinnu við mat á um­hverf­isáhrif­um og for­hönn­un stokks­ins,“ seg­ir í bréfi Vega­gerðar­inn­ar. Einnig sé að hefjast vinna við deili­skipu­lag svæðis­ins hjá Reykja­vík­ur­borg.

Sam­kvæmt áætl­un er gert ráð fyr­ir að fram­kvæmd­um við stokk verði lokið árið 2027. mbl.is/​sisi

„Vega­gerðin hef­ur þess vegna ákveðið að senda þetta er­indi til Reykja­vík­ur­borg­ar þar sem farið er fram á að Reykja­vík­ur­borg leiði sam­an lóðar­hafa og Vega­gerðina ef ein­hverj­ar ósk­ir koma fram um skipu­lags- og/​eða leyf­is­mál á svæðinu, t.d. um út­gáfu bygg­ing­ar­leyfa, gerð nýrra lóðarleigu­samn­inga, rekstr­ar­leyfa o.þ.h. Farið er fram á að er­indi lóðar­hafa varðandi skipu­lags- og leyf­is­mál verði send Vega­gerðinni til um­fjöll­un­ar og um­sagn­ar þ.a. ekki verði árekstr­ar við vænt­an­leg­ar fram­kvæmd­ir.“

Jafn­framt vek­ur Vega­gerðin at­hygli á að huga þurfi tím­an­lega að skipu­lags­mál­um og öðrum nauðsyn­leg­um ráðstöf­un­um vegna aðliggj­andi eigna vest­an meg­in við fyr­ir­hugaðan stokk, bæði á fram­kvæmda­tíma og rekstr­ar­tíma Sæ­braut­ar­stokks. Einkum er bent á fast­eign­irn­ar Barðavog 40, 42 og 44 og Snekkju­vog 23.

Heimild: Mbl.is