Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir á Reykjanesbraut og í Borgarnesi

Framkvæmdir á Reykjanesbraut og í Borgarnesi

193
0
Reykjanesbraut og Borgarbraut í Borgarnesi verða malbikaðar að hluta á næstu tveimur sólahringum mbl.is/Kristinn Magnússon

Vega­fram­kvæmd­ir verða í kvöld og fram á miðviku­dags­morg­un á tveim­ur stöðum á Reykja­nes­braut og á Borg­ar­braut í Borg­ar­nesi.

<>

Í kvöld og í nótt verður ak­rein á Reykja­nes­braut á milli Lækj­ar­götu og Kaplakrika í Hafnafirði mal­bikuð ef veður leyf­ir. Veg­in­um verður lokað á meðan og há­marks­hraði verður lækkaður á fram­kvæmda­svæðinu. Áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar standi frá klukk­an 19 í kvöld til miðnætt­is.

Ak­rein á Reykja­nes­braut við Urriðaholts­braut verður mal­bikuð á þriðju­dag­inn. Þrengt verður í eina ak­rein og há­marks­hraði lækkaður á svæðinu. Fram­kvæmd­irn­ar standa frá klukk­an 9 á þriðju­dags­morg­un til klukk­an 16.

Borg­ar­braut bæði fræst og mal­bikuð

Fram­kvæmd­ir hefjast í kvöld á um 500 metra veg­kafla á Borg­ar­braut í Borg­ar­nesi. Hann verður fræst­ur í kvöld en fram­kvæmd­ir hefjast klukk­an 19 og verða til klukk­an 2 aðfaranótt þriðju­dags.

Borg­ar­braut í Borg­ar­nesi verður svo mal­bikuð þriðju­dags­kvöld frá klukk­an 19 til klukk­an 6 um morg­un­inn dag­inn eft­ir.

Fram­kvæmdaaðil­inn Colas Ísland biðlar til veg­far­anda að virða merk­ing­ar og hraðatak­mark­an­ir við vinnusvæðin.

Heimild: Mbl.is