Home Fréttir Í fréttum Hús rifið niður vegna stúdentagarða

Hús rifið niður vegna stúdentagarða

117
0
Niðurrif á húsinu nr. 44 hefur staðið iyfir síðustu daga. mbl.is/Baldur

Þriggja hæða stein­hús sem stóð á lóðinni Lind­ar­götu 44 hef­ur verið rifið niður en í staðinn verður af­markaður nýr bygg­ing­ar­reit­ur á lóðinni fyr­ir stúd­enta­görðum á þrem­ur hæðum.

<>

Á jarðhæð verður fé­lagsaðstaða fyr­ir stúd­enta með teng­ingu út í sam­eig­in­legt úti­svæði. Leit­ast er eft­ir við hönn­un húss­ins að Lind­ar­götu 44 að fyrsta hæð húss­ins verði opin og í góðri teng­ingu við aðliggj­andi úti­svæði, að öðru leyti skal ytra út­lit húss­ins end­ur­spegla mýkt í efn­is­vali sem and­stæðu við aðliggj­andi hús, t.d. timb­ur, þá skal þak Lind­ar­götu 44 vera klætt grasi. Að götu við Lind­ar­götu 44 verður af­markaður bygg­ing­ar­reit­ur fyr­ir djúp­gáma.

Fé­lags­stofn­un stúd­enta (FS) sótti um leyfi til borg­ar­inn­ar í apríl um að byggja á lóðinni stúd­entag­arð með 10 ein­stak­lings­í­búðum, þrjár hæðir með kjall­ara und­ir hluta, en húsið var áður mitt á milli stúd­entag­arða sem eru í eigu FS.

Heimild: Mbl.is