Þriggja hæða steinhús sem stóð á lóðinni Lindargötu 44 hefur verið rifið niður en í staðinn verður afmarkaður nýr byggingarreitur á lóðinni fyrir stúdentagörðum á þremur hæðum.
Á jarðhæð verður félagsaðstaða fyrir stúdenta með tengingu út í sameiginlegt útisvæði. Leitast er eftir við hönnun hússins að Lindargötu 44 að fyrsta hæð hússins verði opin og í góðri tengingu við aðliggjandi útisvæði, að öðru leyti skal ytra útlit hússins endurspegla mýkt í efnisvali sem andstæðu við aðliggjandi hús, t.d. timbur, þá skal þak Lindargötu 44 vera klætt grasi. Að götu við Lindargötu 44 verður afmarkaður byggingarreitur fyrir djúpgáma.
Félagsstofnun stúdenta (FS) sótti um leyfi til borgarinnar í apríl um að byggja á lóðinni stúdentagarð með 10 einstaklingsíbúðum, þrjár hæðir með kjallara undir hluta, en húsið var áður mitt á milli stúdentagarða sem eru í eigu FS.
Heimild: Mbl.is