Home Fréttir Í fréttum Eykur kostnað á hverja íbúð um milljónir

Eykur kostnað á hverja íbúð um milljónir

224
0
Framkvæmdir eru fjármagnaðar á óverðtryggðum vöxtum. Eggert Jóhannesson

Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG Verks, seg­ir vaxta­hækk­an­ir Seðlabank­ans und­an­farið hafa í för með sér að fjár­magns­kostnaður verk­taka muni hækka um millj­ón­ir króna á dæmi­gerða íbúð í fjöl­býli.

<>

Meg­in­vext­ir Seðlabank­ans voru 4,5% vorið 2019 en voru lækkaðir niður í 0,75% í nóv­em­ber 2020. Þeir hafa svo verið hækkaðir í áföng­um í 4,75%.

„Þetta hef­ur nátt­úru­lega tölu­verð áhrif á fjár­mögn­un­ar­kostnað. Bygg­ing­ar­kostnaður lækkaði á sín­um tíma með lægri vöxt­um en hækkaði á ný þegar vext­ir voru hækkaðir.

Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son.

Yf­ir­leitt óverðtryggðir vext­ir

Við sam­an­b­urð nú þarf að taka til­lit til þess að þessi verk­efni eru yf­ir­leitt fjár­mögnuð á óverðtryggðum vöxt­um. Vaxta­stig á óverðtryggðum fram­kvæmdalán­um er nú um og yfir 10% og fer hækk­andi. Það eru töl­ur sem hafa ekki sést lengi. Það þarf því að horfa á þær töl­ur þegar verið er að skoða fram­kvæmda­kostnað og fjár­mögn­un­ar­kostnað.

Því má bú­ast við að fjár­mögn­un­ar­kostnaður yf­ir­stand­andi verk­efna, og verk­efna sem verða í gangi næstu tvö árin, verði tölu­vert hærri en hann var árið 2019 og mun hærri en árin 2020 og 2021.“

Heimild: Mbl.is