Home Fréttir Í fréttum Starfshópi falið að fjalla um rekstur og þjónustu nýs sjúkrahótels

Starfshópi falið að fjalla um rekstur og þjónustu nýs sjúkrahótels

57
0

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um rekstur og þjónustu nýs sjúkrahótels sem verið er að byggja á lóð Landspítala við Hringbraut. Hópurinn á að skila ráðherra greinargerð um efnið fyrir 1. apríl 2016.

<>

Samkvæmt skipunarbréfi skal starfshópurinn skilgreina kjarnaverkefni nýs sjúkrahótels með áherslu á aukna þjónustu við sjúklinga. Við þá vinnu skal hópurinn leita fyrirmynda hjá öðrum Norðurlandaþjóðum þar sem löng reynsla er af rekstri sjúkrahótela, s.s. í Noregi og Svíþjóð. Einnig skal leita samráðs hjá helstu hagsmunaaðilum vegna reksturs og þjónustu sjúkrahótelsins.

Starfshópnum er ætlað að skoða þætti sem snúa að gjaldtöku, greiðsluþátttöku sjúkratrygginga, kröfur til þjónustu og leiðir til að ná fram sem mestum samlegðaráhrifum líkt og stefnt er að með allri þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er á lóð Landspítalans við Hringbraut. Einnig á hann að skoða og bera saman ávinning af ólíkum rekstrarformum og hvernig þau falla að þeim markmiðum sem að er stefnt með rekstri sjúkrahótelsins.

Í skipunarbréfi starfshópsins er bent á að að sjúkrahótelum sé ætlað að nýtast sjúklingum í kjölfar útskriftar sem liður í frekari endurhæfingu og bata. Aftur á móti hafi í tímans rás orðið nokkrar áherslubreytingar í rekstri sjúkrahótela þar sem hlutverk þeirra hefur einnig orðið að vera athvarf fyrir fólk sem þarf vegna eigin heilsufars eða sinna nánustu að leita sér lækninga fjarri heimabyggð. Mikilvægt sé að stofnanaumgjörð ríkisins endurspegli breyttar þarfir og hafi getu til að takast á við nýjar áskoranir. Ljóst sé að með hækkandi lífaldri þjóðarinnar og þar með fjölgun legudaga á Landspítalanum sé mikilvægara en nokkru sinni að huga vel að rekstri stoðþjónustu eins og felist meðal annars í rekstri sjúkrahótels.

Formaður starfshópsins er Þorkell Sigurlaugsson