Selfossveitur bs óskar eftir tilboðum í verkið:
„Nýr miðlunargeymir og þvottaplan fyrir Selfossveitur“
Reisa skal rúmlega 4.500 m3 hitaveitugeymi að Austurvegi 67 á Selfossi með fullnaðarfrágangi, pípulagna í verkinu hvort sem er inni og úti. Geymirinn verður reistur norðan við núverandi heitavatnsgeymi.
Verkið felst í allri jarðvinnu við geyminn, gerð steyptra undirstaðna og tengihúss, smíði, reisingu og klæðningu stálgeymis, pípulögn milli nýja geymisins og dælustöðvar, pípulögn í tengihúsi undir geymi og tengingum við núv. lagnir í lóð. Jafnframt er innifalið að grafa fyrir og útbúa steypt, upplýst þvottaplan með upphituðu aðstöðuhús þar sem mögulegt er að tengjast vatni og rafmagni.
Verkið felst í allri jarðvinnu við planið, gerð steyptra undirstaðna sem og plans auk ljósastaura. Uppsetningu og fullnaðarfrágang á aðstöðuhúsi og tengingum við núv. lagnir í lóð sem og tengirými hitaveitutanks.
Helstu magntölur:
- Gröftur í lausum og föstum jarðvegi 2800 m³
- Burðarfylling 4200 m³
- Mótauppsláttur 770 m²
- Steinsteypa 165 m³
- Járnbending 17 tonn
- Stálplötur 130 tonn
- Stálbitar 29 tonn
- Steinullareinangrun 2760 m²
- Álklæðning bols 750 m²
- Álklæðing á þaki 600 m²
- Pípulögn í tengihúsi – DN 150 – DN 500 97 m
- Foreinangraðar niðurgrafnar pípur – DN 20-DN 500 140 m
- Niðurgrafin frárennslispípa, Ø500 PP 60 m
Verkinu skal að fullu lokið 15. ágúst 2024.
Útboðsgögn verða afhent á útboðvef sem er aðgengilegur hér:
https://arborg.ajoursystem.net/Tender/DirectLink/213b19dc-28bd-461e-ae1d-5ffa10c9565f
Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour. Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett er fram í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs og hlaða upp þeim skrám sem gerð er krafa um. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Ef enginn póstur berst, hefur afhending ekki tekist. Bjóðendur skulu í þeim tilfellum leita til Ajour þjónustuaðila án tafar. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn.
Skilafrestur tilboðs er til kl. 11:00 föstudaginn 22. júlí 2022.
Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur tilboða er liðinn. Bjóðendum verður því ekki boðið að mæta á opnunarfund en í kjölfar opnunar tilboða verður bjóðendum sent opnunaryfirlit rafrænt.
Mannvirkja og umhverfissvið Árborgar