
Verkefnastofa borgarlínu hefur ákveðið að framkvæmdalokum fyrstu lotu borgarlínunnar verði skipt í tvennt.

Í uppfærðri áætlun sem kynnt var í dag kemur fram að áætlað sé að leggurinn frá Hamraborg að miðbæ verði tilbúinn árið 2026 og leggurinn frá Ártúnshöfða að miðbænum verði tilbúinn ári síðar, árið 2027.

Upphaflega var vonast til þess að framkvæmdalok fyrstu lotunnar yrðu árið 2025. Nú er aftur á móti ljóst að vagnar munu ekki keyra leiðina Ártúnshöfða að miðbænum fyrr en tveimur árum síðar.
Heimild: Mbl.is