Home Fréttir Í fréttum Hótel, baðlón og íbúðir í kortunum

Hótel, baðlón og íbúðir í kortunum

139
0
Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða- og atvinnuhúsnæðis á svæðinu og strandstíg umhverfis byggðina.

Metnaðarfull sig­ur­til­laga að upp­bygg­ingu í Akra­nes­bæ mun bjóða upp á bygg­ingu hót­els með út­sýni að Snæ­fells­jökli, mögu­legt baðlón, strand- og göngu­stíga og blandaða byggð íbúða- og at­vinnu­hús­næðis. Þetta er fyr­ir­hugað á Breiðinni á Akra­nesi, neðst á Skipa­skaga, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

<>

Til­lag­an, Lif­andi sam­fé­lag við sjó, sem kom frá arki­tekta­stof­unni Arkþing/​Nordic og Eflu verk­fræðistofu, hlaut fyrsta sæti í hug­mynda­sam­keppni um framtíð svæðis­ins og um leið 15 millj­ón­ir króna í verðlaun.

Breið þró­un­ar­fé­lag efndi til sam­keppn­inn­ar með það að mark­miði að byggja upp Breiðina og styðja við at­vinnu­upp­bygg­ingu og ný­sköp­un á Akra­nesi til framtíðar. Sam­tals bár­ust 24 til­lög­ur frá yfir 50 aðilum, að mikl­um meiri­hluta frá alþjóðleg­um arki­tekta-, hönn­un­ar- og skipu­lags­stof­um.

„Við erum mjög spennt fyr­ir mögu­leik­un­um sem þess­ar til­lög­ur færa okk­ur. Nú höf­um við unnið síðan í júní 2020 með Brimi að því að efla at­vinnu­starf­semi við Breiðina og hluti af því verk­efni var að fara í gang með hug­mynda­sam­keppn­ina,“ seg­ir Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi.

Heimild: Mbl.is