Á föstudag var unnið við að steypa Skipalyftukantinn á Eiðinu. Talsverðar framkvæmdir hafa staðið yfir við bryggjuna síðustu misserin og í vikunni var loks hægt að steypa bryggjuna.

Áður höfðu stálþil verið endurnýjuð, nýjar þekjur settar og lagnir endurnýjaðar. Óskar Pétur Friðriksson smellti meðfylgjandi myndum við steypuvinnuna á föstudag.


Heimild: Eyjar.net