Home Fréttir Í fréttum Reykjanesbraut lokað á sunnudagskvöld vegna malbikunar

Reykjanesbraut lokað á sunnudagskvöld vegna malbikunar

153
0
Reykjanesbraut verður lokað í báðar áttir vegna malbikunarframkvæmda. mbl.is/​Hari

Sunnu­dags­kvöldið 26. júní og aðfaranótt mánu­dags 27. júní er stefnt á að mal­bika kafla á Reykja­nes­braut milli Víkna­veg­ar og Græ­nás.

<>

Reykja­nes­braut verður lokuð í báðar átt­ir og hjá­leiðir verða um Græ­nás­braut, Flug­vall­ar­braut, Hafn­ar­veg, Njarðarbraut og Græ­nás­veg. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

Áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar standi frá kl. 18:00 til kl. 06:00.

Viðeig­andi merk­ing­ar og hjá­leiðir verða sett­ar upp sam­kvæmt lok­un­ar­plani.

Veg­far­end­ur eru beðnir um að virða merk­ing­ar og hraðatak­mark­an­ir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög ná­lægt akst­urs­braut­um.

Heimild: Mbl.is