Home Fréttir Í fréttum Borguðu fjórar milljónir fyrir stæðin í Lækjargötu

Borguðu fjórar milljónir fyrir stæðin í Lækjargötu

190
0
Akreinin á Lækjargötu var lokuð í um fjögur ár vegna framkvæmdanna. Fréttablaðið/Ernir

Höfuðborgareignir greiddu Bílastæðasjóði 96.863 krónur á mánuði, alls 4.165.109, fyrir sjö bílastæði í Lækjagötu vegna framkvæmda sem þar hafa staðið yfir síðustu ár.

<>

Vestari akrein Lækjargötu var loks opnuð á ný í síðustu viku eftir að hafa verið lokuð í um fjögur ár. Á henni hafa verktakar sem unnið hafa að hótelbyggingu haft umrædd bílastæði.

„Fyrsta afnotaleyfið fyrir þrengingu við Lækjargötu 12 var gefið út 30. maí 2018,“ segir Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, verkefnastjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, í svari við fyrirspurn blaðsins.

„Svo til á sex mánaða fresti hefur þörf framkvæmdaaðila á notkun borgarlandsins verið yfirfarin og öryggi vegfarenda út frá framkvæmdinni metið. Gefin hafa verið út 7 afnotaleyfi vegna framkvæmdarinnar við Lækjargötu 12 og er kostnaður við hvert þeirra rúmlega 20 þús. kr. Framkvæmdaaðili greiðir Bílastæðasjóði fasta upphæð á mánuði fyrir afnotin af gjaldskyldu bílastæðunum sem eru innan afmarkaða vinnusvæðisins.“

Heimild: Frettabladid.is