Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hafnar við Valhöll

Framkvæmdir hafnar við Valhöll

429
0
Búið er að rífa allmörg tré sem umkringdu lóðina. Framkvæmdir eru nýhafnar og eru enn á áætlun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­væmd­ir á lóðinni við Val­höll eru hafn­ar og hafa nú þegar trén sem um­kringja lóðina fengið að fjúka. Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir við Morg­un­blaðið að enn sem komið er gangi allt eft­ir áætl­un.

<>

„Fram­kvæmd­ir ganga vel, en það má gera ráð fyr­ir því að svona upp­bygg­ing taki um 18 til 24 mánuði þótt það geti vel verið að þeir verði sneggri að þessu,“ bæt­ir Þórður við.

Svona á húsið að líta út þegar fram­kvæmd­um lýk­ur, en á hægri hönd sést skugga­mynd af Val­höll. Tölvu­teikn­ing/​THG Arki­tekt­ar

Um­rædd­ar fram­kvæmd­ir eru til upp­bygg­ing­ar skrif­stofu­bygg­ing­ar og íbúðar­hús­næðis við Háa­leit­is­braut 1, en þær voru samþykkt­ar á fundi skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur­borg­ar í lok árs­ins 2019. Val­höll er á lóðinni en þar má finna skrif­stof­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins auk tann­lækna­stofu.

Fram­kvæmd­ir á lóðinni munu taka mið af þétt­ingu byggðar því við Val­höll eru nú 88 bíla­stæði en þau verða 125 og hjóla­stæðum fjölg­ar úr engu í 115. Húsið verður 5.000 fm, með 48 íbúðum og byggt á 5-6 hæðum.

Heimild: Mbl.is