Home Fréttir Í fréttum 17.08.2022 Frístundamiðstöð í Árborg, 1. áfangi

17.08.2022 Frístundamiðstöð í Árborg, 1. áfangi

196
0
Mynd: Sveitarfélagið Árborg.

Fasteignafélag Árborgar slf óskar eftir tilboðum í :

<>

„Frístundamiðstöð í Árborg, 1. áfangi“.

Verkið felst í byggingu á 1. áfanga af þremur sem samanstendur af byggingu og tengibyggingu frístundamiðstöðvar í Árborg við Langholt, Selfossi auk verkfræðihönnunar hússins.

Frístundamiðstöðin hýsir ýmiss konar kennslu- og samkomurými á vegum frístundastarfs Árborgar, s.s. smíðaverkstæði, kennslueldhús, listasmiðju, aðstöðu skáta o.fl. Húsið er steypt, á tveimur hæðum með léttbyggðu, einhalla þaki, einangrað og klætt að utan með báruáli og viðarklæðningu.

Gluggar eru ál-/trégluggar með útihurðum úr áli. Innveggir eru hefðbundnir gipsplötuveggir á blikkstoðum og glerveggir. Hurðir eru harðplastklæddar. Gólf eru klædd vínýlflísum og vínýldúk. Kerfisloft eru eru úr steinullarplötum.

Veggir eru málaðir. Ein lyfta er í húsinu. Bygging frístundamiðstöðvarinnar er um 1.102 m² brúttó og tengibyggingin er um 252 m² brúttó.

 

Helstu magntölur:

Jarðvegsfyllingar                                   2.350 m³
Steinsteypa                                             363 m³
Járnbending                                        31.300 kg
Þakvirki                                                  887 m²
Báruálklæðning                                       518 m²
Viðarklæðning                                        340 m²
Ál-/trégluggar                                        165 m²
Gipsveggir og gipsplötuklæðningar           716 m²
Vínýlfísar og -dúkar                              1.060 m²
Innihurðir                                          126 stykki
Kerfisloft                                                971 m²
Málun                                                 4.738 m²

 

Bent er á að bjóðendur skulu leitast við að velja vistvæn efni sem uppfylla kröfur um
Svansvottun.

Verkinu skal að fullu lokið 30. maí 2024.

Útboðsgögn verða afhent á útboðvef sem er aðgengilegur hér:

https://arborg.ajoursystem.net/Tender/DirectLink/4a410bd7-9bbe-4199-9ed4-9aa60be89e3c

Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour. Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett er fram í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs og hlaða upp þeim skrám sem gerð er krafa um. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði. Ef enginn póstur berst, hefur afhending ekki tekist. Bjóðendur skulu í þeim tilfellum leita til Ajour þjónustuaðila án tafar. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn.

Skilafrestur tilboðs er til kl. 11:00 miðvikudaginn 17. ágúst 2022.

 

Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur tilboða er liðinn. Bjóðendum verður því ekki boðið að mæta á opnunarfund en í kjölfar opnunar tilboða verður bjóðendum sent opnunaryfirlit rafrænt.

 

 

Mannvirkja og umhverfissvið Árborgar