Home Fréttir Í fréttum Lækjargata laus úr viðjum framkvæmda

Lækjargata laus úr viðjum framkvæmda

416
0
Hótelið er nú loksins sýnilegt vegfarendum. mbl.is/Hákon Pálsson

Fram­kvæmd­um, sem staðið hafa yfir á Lækj­ar­götu nú í um þrjú ár, er nú að mestu lokið og gat­an opnuð á ný fyr­ir um­ferð í gær.

<>

Veg­far­end­ur gátu þá loks­ins virt fyr­ir sér nýja og glæsi­lega hót­el­bygg­ingu, sem ris­in er á reitn­um þar sem áður stóðu Iðnaðarbanka­húsið og hús séra Bjarna Jóns­son­ar vígslu­bisk­ups sem brann 1967.

Tekið verður við fyrstu gest­un­um á Hót­el Reykja­vík Saga nú í sum­ar, í 130 her­bergj­um sem eru fjöl­breytt að lög­un og stærð, en það verður fjög­urra stjörnu hót­el. Á jarðhæð opn­ar svo veit­ingastaður­inn Frök­en Reykja­vík.

Heimild: Mbl.is