Home Fréttir Í fréttum Vill flýta Dýrafjarðargöngum: Tryggir líka aukið raforkuöryggi

Vill flýta Dýrafjarðargöngum: Tryggir líka aukið raforkuöryggi

84
0
Dýrafjarðargöng

Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður benti á það í umræðum á Alþingi í gær, að framkvæmdir við Dýrafjarðargöng eigi ekki að hefjast fyrr en á árinu 2017, samkvæmt áætlunum núverandi ríkisstjórnar. Hún minnti á að allar áætlanir um göngin lægju fyrir hjá Vegagerðinni og sömuleiðis öll leyfi fyrir framkvæmdinni. Því væri ekkert sem réttlætti það að bíða með útboð þeirra þar til í lok næsta árs. Ólína vitnaði sömuleiðis til þess að í óveðrinu fyrir viku hefði rafmagnslínan á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar skemmst og því hefði þurft að keyra varaafl með dísilrafstöðvum bæði á Þingeyri og við Ísafjarðardjúp. Í þessu ljósi hafa stjórnendur Landsnets bent á  að ef Dýrafjarðargöng væru komin, þá myndi raflína gegnum göngin þýða aukið raforkuöryggi á svæðinu.

<>

Ræðu Ólínu á Alþingi í gær þar sem hún vakti athygli á mikilvægi Dýrafjarðarganga má sjá hér.

Heimild: Skutull.is