Home Fréttir Í fréttum Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir...

Vill vita hvað ríkið borgar fyrir að láta færa hafnargarðinn stein fyrir stein

91
0

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, vill að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svari því hvað ríkið greiðir fyrir tilfærslu á gamla hafnargarðinn, stein fyrir stein, á meðan framkvæmdir á lóðinni þar sem hann stendur standa yfir.

<>

„Hver er áætlaður kostnaður ríkisins af samkomulagi Minjastofnunar Íslands við lóðarhafa á Austurhafnarreitnum við Tollhúsið um að færa hafnargarðinn frá 1928, stein fyrir stein, geyma hann á meðan steypt er fyrir plötu á bílakjallara og færa á upprunalegan stað á nýjan leik?“ spyr þingkonan í skriflegri fyrirspurn til forsætisráðherrans.

Talsverðar deilur hafa staðið um hafnargarðinn en þær voru leiddar til lykta með samkomulagi á milli Minjastofnunar Íslands og Landstólpa, lóðarhafa á Austurhafnarreitnum, við Tollhúsið, sem gerir ráð fyrir að garðurinn verði tekinn niður, færður og svo settur upp að nýju eftir að steypt er fyrir plötu í bílakjallara hússins sem þar á að rísa.

Garðurinn var friðaður af Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar hún, um stundarsakir, fór með völd forsætisráðherra gagngert til að taka ákvörðun um friðunina. Reykjavíkurborg og lóðarhafar gagnrýndi þá ákvörðun mjög.

Heimild: Vísir.is