Home Fréttir Í fréttum Byggja í Vatnsmýri ef það ógnar ekki flugöryggi

Byggja í Vatnsmýri ef það ógnar ekki flugöryggi

110
0
Einar Þorsteinsson verður formaður borgarráðs uns hann tekur við embætti borgarstjóra. mbl.is/Óttar

Ein­ar Þor­steins­son verður formaður borg­ar­ráðs fyrstu átján mánuði kjör­tíma­bils­ins, en tek­ur við borg­ar­stjóra­embætt­inu af Degi B. Eggerts­syni að þeim tíma liðnum.

<>

Ein­ar seg­ir að sér þyki ekki verra að fá þessa fyrstu mánuði til þess að setja sig vel inn í stjórn­kerfið, kynn­ast ferl­inu við ákv­arðana­tök­ur, eiga sam­skipti við starfs­fólk og kynn­ast starf­inu bet­ur.

Þá bend­ir hann á að formaður borg­ar­ráðs sé annað valda­mesta embættið í borg­inni.

„Við töld­um þetta skyn­sam­leg­ustu skipt­ingu á verk­efn­inu, hann byrj­ar fyrstu átján mánuðina og svo tek ég við og verð meiri­hluta kjör­tíma­bils­ins.“

Höfuðborg­in eigi að taka for­ystu

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn boðaði breyt­ing­ar í kosn­inga­bar­áttu sinni fyr­ir ný­af­staðnar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Nú hef­ur verið myndaður nýr meiri­hluti þar sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bæt­ist í hóp þriggja flokka sem skipuðu meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar á síðasta kjör­tíma­bili.

Í upp­hafi mál­efna­samn­ings­ins má sjá átján breyt­ing­ar sem nýr meiri­hluti boðar.

„Við boðum metnaðarfyllri áætlan­ir í hús­næðismál­um. Hér hef­ur skap­ast um­fram­eft­ir­spurn, verð hækk­ar og verðbólga eykst. Svo hækk­ar fast­eigna­mat í engu sam­ræmi við eðli­lega þróun. Eina leiðin út úr þessu er að byggja meira og þar á höfuðborg­in að taka for­ystu.“

Ein­ar seg­ir flokk­ana sem mynda hinn nýja meiri­hluta, sam­mála um það og til­búna í þessa veg­ferð. Þá bend­ir hann á að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi lagt til og fengið samþykkt að hefja upp­bygg­ingu á svæðum, þar sem til­lög­ur voru felld­ar á síðasta kjör­tíma­bili, Úlfarsár­dal og Kjal­ar­nes.

Í upp­hafi mál­efna­samn­ings­ins má sjá átján breyt­ing­ar sem nýr meiri­hluti boðar. mbl.is/Ó​ttar

Skýr póli­tísk­ur vilji

Sunda­braut­in verður sett í um­hverf­is­mat sam­kvæmt mál­efna­samn­ingn­um. Ein­ar von­ast til þess að það verði gert strax í sum­ar. Verk­inu á að ljúka árið 2031, sam­kvæmt ver­káætl­un innviðaráðuneyt­is­ins.

„Stóra frétt­in í þessu er að þessi meiri­hluti stend­ur að baki þessu verk­efni og ætl­ar að vinna að þessu með því að hefja um­hverf­is­mat og taka til­lit til Sunda­braut­ar­inn­ar í skipu­lags­vinnu. Það er skýr póli­tísk­ur vilji núna og það er breyt­ing.“

Eitt ár eða meira

„Við vilj­um virða samn­inga um flug­völl­inn en við vilj­um líka þetta hverfi,“ seg­ir Ein­ar um af­stöðu nýs meiri­hluta til Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.

Í samn­ingi borg­ar­inn­ar og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra er kveðið á um að flug­völl­ur­inn fari ekki úr Vatns­mýr­inni nema hon­um sé fund­inn nýr staður sem henti vel og það ógni ekki flu­gör­yggi.

Ein­ar seg­ir að verið sé að árétta þetta og veita Isa­via umboð til þess að meta áhætt­una og áhrif þess á flu­gör­yggi, að flytja flug­völl­inn í Hvassa­hraun. Þegar þau gögn liggi fyr­ir verði hægt að taka næstu skref með hliðsjón af þeim.

„Þetta er í sam­ræmi við áhersl­ur okk­ar, að byggja hratt og vel. Þarna er komið vil­yrði fyr­ir lóðum und­ir íbúðir fyr­ir stúd­enta, lág­tekju­fólk og fyrstu kaup­end­ur, þetta er bara mjög mik­il­vægt hverfi. Ef það er hægt og ör­uggt fyr­ir flug­um­ferð þá verður byggt þarna.“

Heimild: Mbl.is