Home Fréttir Í fréttum Ráðstefna um nýjar leiðir í uppbyggingu opinberra bygginga

Ráðstefna um nýjar leiðir í uppbyggingu opinberra bygginga

141
0
Mynd: FSRE.is

FSRE býður aðilum í byggingageiranum til ráðstefnu fimmtudaginn 9. júní á Grand Hótel. Fjallað verður um nýjar leiðir í innkaupum á þjónustu byggingageirans. Sérstakur gestur ráðtefnunnar er Jonni Laitto frá Senaatti í Finnlandi.

<>

Meginhlutverk Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna – FSRE er að skapa aðstöðu fyrir þjónustu ríkisins við borgarana.

Framundan er fjöldi framkvæmda af öllu tagi þar sem aðstaða er byggð, breytt og bætt. FSRE boðar til umræðufundar þar sem nýjar leiðir í opinberum innkaupum á byggingamarkaði verða kynntar. Sérstakur gestur fundarins er Jonni Laitto framkvæmdastjóri byggingaframkvæmda hjá Senaatti, systurstofnun FSRE í Finnlandi.

Aðilum á byggingamarkaði er sérstaklega boðið að mæta, en fundurinn er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Skráning áfundinn fer fram á vef FSRE .

Dagskrá:

Morgunverður 08:45
Nýjar leiðir – nauðsyn nýsköpunar – Ávarp Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri FSRE 09:00
Innkaupaleiðir og útboðsform Hildur Georgsdóttir aðallögfræðingur FSRE 09:15
Hvernig gera Finnar þetta? Aðferðafræði Senaati við innkaup Jonni Laitto framkvæmdastjóri framkvæmda, Senaatti, Finnlandi 09:35
Kaffi 10:15
Litla Hraun – Aðferðafræði FSRE Hannes Frímann Sigurðsson verkefnastjóri FSRE 10:30
Spurningar úr sal Allir fyrirlesarar 11:00
Húsnæði viðbragðs- og löggæsluaðila – staðan og framhaldið Hannnes Frímann Sigurðsson verkefnastjóri FSRE 11:30

Heimild: FSRE.is