Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir á áætlun

Framkvæmdir á áætlun

201
0
Framkvæmdir við skrifstofuhús Alþingis í Tjarnargötu 9 ganga vel miðað við aðstæður. mbl.is/sisi

Fram­kvæmd­ir við skrif­stofu­hús Alþing­is í Tjarn­ar­götu 9 ganga vel miðað við aðstæður, seg­ir Ragna Árna­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri Alþing­is. Húsið set­ur nú þegar mik­inn svip á Tjarn­ar­götu og Von­ar­stræti.

Unnið er við upp­steypu húss­ins um þess­ar mund­ir en sam­hliða þeirri vinnu er einnig unnið að frá­gangs­vinnu inn­an- og ut­an­húss með það að mark­miði að halda tíma­áætl­un. Verklok sam­kvæmt samn­ingi eru í lok apríl 2023.

Upp­haf­leg tíma­áætl­un aðal­verk­taka (ÞG verk­taka) hef­ur riðlast nokkuð, bæði af tækni­leg­um ástæðum í verk­inu sjálfu sem og vegna ut­anaðkom­andi þátta, seg­ir Ragna.

Eft­ir­litsaðili og verktaki hafa þó unnið að breyt­ing­um í skipu­lagi verks­ins og er staðan í dag sú að þrátt fyr­ir tækni­lega erfiðleika, áhrif heims­far­ald­urs Covid 19, áhrif frá inn­rás­inni í Úkraínu og trufl­an­ir í aðfanga­keðjum heims­ins er stefnt að því að upp­haf­leg tíma­setn­ing um verklok standi.

Stefnt er að því að upp­steypu húss­ins, sem nú stend­ur yfir, ljúki í júlí. Ísetn­ingu glugga er að mestu lokið á 1. og 2. hæð og unnið er við ísetn­ingu glugga á 3. hæð. Húsið verður fimm hæðir.

Heimild: Mbl.is

Previous article27.06.2022 Skúlagata 4 -Endurbætur og breytingar á húsnæði
Next article13.06.2022 Akraneskaupstaður. Gatnaviðhald 2022