Home Fréttir Í fréttum Á fimmta hundrað í­búðir verða byggðar á Heklu­reitnum

Á fimmta hundrað í­búðir verða byggðar á Heklu­reitnum

257
0
Svona sjá Yrki arkitektar fyrir sér byggð á Heklureitnum. Mynd/Yrki arkitektar

Deiliskipulag fyrir nýja íbúðabyggð á Heklureitnum við Laugaveg í Reykjavík hefur verið samþykkt og er ráðgert að samtals 436 íbúðir verði reistar á svæðinu ásamt verslun og þjónustu.

<>

Nýja byggðin státar af tveggja til sjö hæða húsum, með möguleika á áttundu hæðinni á horni Laugavegar og Nóatúns.

Í tilkynningu frá borginni segir að byggðin verði mótuð með tilliti til landslags, sólargangs og veðurfars, en hæst muni hún rísa til norðurs við Laugaveg og lægst til suðurs við Brautarholt.

Segir þar enn fremur að „byggingarnar skulu vera stallaðar með ríku tilliti til sólarátta og byggð skipulögð þannig að miðlægur inngarður sé í góðu skjóli fyrir veðri og vindum við allar byggingar.“

Heildarflatarmál bygginganna verður yfir 44 þúsund fermetrar, þar af ríflega tvö þúsund fermetrar nýttir undir verslanir og þjónustu.

Í tilkynningunni segir einnig að staðsetning skipulagssvæðisins við samgönguás fyrirhugaðrar Borgarlínu, nálægð við miðborgina og stór atvinnusvæði ásamt blandaðri byggð, sé líkleg til að draga úr notkun einkabíla og styðja við notkun almenningssamgangna.

Heimild: Frettabladid.is