Home Fréttir Í fréttum Mögulegt samstarf Brákarhlíðar og MB um nýbyggingu í Borgarnesi

Mögulegt samstarf Brákarhlíðar og MB um nýbyggingu í Borgarnesi

227
0
Hér sést staðsetning nýju byggingarinnar sem mögulega verður reist á lóðinni Borgarbraut 63. Ljósm. aðsend

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð og Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi hafa sameinast um að kanna möguleika á því að byggja fjölbýlishús í bænum fyrir eldra fólk og nemendur.

<>

Undirbúningur er kominn talsvert á veg, deiliskipulag er í auglýsingu og fyrirhugað er að hefja framkvæmdir á næsta ári ef áformin ganga eftir. Reikna er með að byggingartíminn verði um tvö ár. Húsið mun rísa á lóð nr. 63 við Borgarbraut.

Einnig eru uppi hugmyndir hjá forsvarsfólki Brákarhlíðar um uppbyggingu á lóð nr. 67 við Borgarbraut einhvern tímann í náinni framtíð. Þar væri mögulega hægt að byggja um 50 íbúðir til viðbótar sem hugsaðar verða til útleigu.

Við Borgarbraut 63 stendur nú tvílyft eldra hús, af gömlum Borgnesingum kallað Sumarliðahús. Ljósm. gj.

Báðar þessar lóðir eru í eigu Brákarhlíðar og standa næst dvalar- og hjúkrunarheimilinu. Lóðirnar verða því framlag Brákarhlíðar í þágu þessarar uppbyggingar en hjúkrunarheimilið sjálft getur ekki staðið í slíku fyrir eigin reikning.

Í því skyni verður stofnað sjálfstætt framkvæmda- og rekstrarfélag sem halda mun utan um framkvæmdina.

Heimild: Skessuhorn.is