Home Fréttir Í fréttum Garðabær semur við lægstbjóðanda vegna byggingu leikskóla í Urriðaholti

Garðabær semur við lægstbjóðanda vegna byggingu leikskóla í Urriðaholti

466
0

Úr fundargerð bæjarráðs Garðabæjar þann 17.05.2022

<>
Tilboð í framkvæmdir við byggingu leikskóla í Urriðaholti.
Lögð fram eftirfarandi tilboð í framkvæmdir við byggingu leikskóla í Urriðaholt  Urriðaból.

Þarfaþing hf. kr. 1.489.083.561
Fortis ehf.     kr. 1.448.688.779

Kostnaðaráætlun kr. 1.189.168.816

Lagt fram minnisblað Juris og exa nordic ehf., dags. 16. maí 2022.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Fortis ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins.  Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.

Heimild: Garðabær.is