F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Hlemmur og nágrenni 1 .og 2. áfangi – Gatnagerð, yfirborðsfrágangur og lagnir – Eftirlit, útboð 15559
Eftirlitsverkið felst í því að hafa eftirlit með öllum framkvæmdum fyrir USK, Veitur ohf. og Ljósleiðarann vegna áfanga 1 sem er endurgerð hluta Laugavegs (milli Snorrabrautar og Hlemms) og áfanga 2 sem er endurgerð hluta Rauðarárstígs (milli Hverfisgötu og Bríetartúns).
Um er að ræða eftirlit með jarðvinnu, lagnavinnu og yfirborðsfrágangi. Innifalið er einnig eftirlit með öryggis- og aðgengismálum, m.a. merkingum vinnusvæða.
Helstu verkþættir eru:
- Jarðvegsskipti í götum þ.á.m. losun klappar.
- Lagning fráveitulagna, hitaveitu- og vatnsveitulagna sem og snjóbræðslustofna.
- Lagning háspennustrengs, rafstrengja, götulýsingarstrengja og fjarskiptastrengja.
- Lagning snjóbræðslulagna undir hellulögð og steypt svæði.
- Fullnaðarfrágangur yfirborðs: Malbikun gatna, hellulögn stétta, torga og upphækkaðs svæðis gatna, sem og frágangur annarra götugagna.
Áætluð verklok: 31. maí 2023.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 14:00 þann 24. maí 2022.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku.
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:15 þann 7. júní 2022.