Home Fréttir Í fréttum Fyrstu sýnilegu framkvæmdir með haustinu

Fyrstu sýnilegu framkvæmdir með haustinu

234
0
Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppninni. Gert er ráð fyrir umferð gangandi og hjólandi og borgarlínu í miðjunni. Teikning/Alda

Reiknað er með að fyrstu sýni­legu fram­kvæmd­irn­ar við borg­ar­línu hefj­ist með haust­inu þegar byrjað verður á land­fyll­ingu fyr­ir nýja Foss­vogs­brú.

<>

„Þetta er kannski ekki stærsta verk­efnið en þarna erum við að und­ir­búa fyr­ir Foss­vogs­brúna,“ seg­ir Arn­dís Ósk Arn­alds, for­stöðumaður verk­efna­stofu borg­ar­línu, um land­fyll­ing­una.

Brú­in mun tengja sam­an Reykja­vík og Kópa­vog og nýt­ast gang­andi, hjólandi um­ferð, strætó og borg­ar­línu. Fram­kvæmd­irn­ar vegna land­fyll­ing­ar­inn­ar hefjast Kópa­vogs­meg­in.

Vinna við hönn­un brú­ar­inn­ar er að hefjast en það var verk­fræðistof­an Efla sem átti vinn­ingstil­lög­una í hönn­un­ar­sam­keppni.

Til­laga Öldu. Skjá­skot/​Alda

Að sögn Arn­dís­ar Óskar stend­ur hönn­un yfir á fyrstu lot­unni af sex vegna borg­ar­línu og er hún sú lang­stærsta af þeim öll­um, eða um 14,5 kíló­metra löng. Einnig er verið að skoða aðrar lot­ur sam­hliða þeirri fyrstu.

Hönn­un­ar­ráðgjaf­ar vegna fyrstu lotu eru fimm tals­ins, bæði inn­lend­ir sem er­lend­ir. Þeir eru eft­ir­tald­ir: Artelia frá Frakklandi, Moe og Gott­lieb Palu­dan architects frá Dan­mörku, Yrki og Hnit.

Heimild: Mbl.is