Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir í sumar á Hlemmsvæðinu

Framkvæmdir í sumar á Hlemmsvæðinu

118
0
Mynd úr kynningarefni af væntanlegu Hlemmsvæði. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Nú fer að líða að því að fyrstu áfang­ar á Hlemmsvæðinu kom­ist á fram­kvæmda­stig. Ann­ars veg­ar áfang­inn frá Snorra­braut að Hlemm­torgi, sem hefst í júlí í sum­ar, og hins veg­ar yf­ir­borðs- og gatna­hönn­un fyr­ir Rauðar­ár­stíg, norður af Hlemmi.

<>

Þetta kem­ur fram á vef Reykja­vík­ur­borg­ar. Þar seg­ir að svæðið verði hannað sem vist­gata á ein­um fleti og allt rýmið verði hellu­lagt.

Útboð opnuð í lok maí
Gatna­mót við Bríet­ar­tún verða hækkuð upp og akst­urs­rými af­markað með tveggja og fjög­urra senti­metra háum kant­steini. Gert er ráð fyr­ir því að gat­an verði hönnuð sem einn flöt­ur og að akst­urs­rýmið verði hellu­lagt. Rauðar­ár­stíg­ur verður lokaður til suðurs við Gasstöðina á Hlemmi og með snún­ings­hring fyr­ir fólks­bíla í botni göt­unn­ar. Raf­hleðslu­stæði eru nyrst í göt­unni og sleppistæði fyr­ir leigu­bíla.

Útboð fyr­ir þessa fram­kvæmd verða opnuð 30. maí. Fram­kvæmd­ir ættu að geta haf­ist seinni hluta júní­mánaðar. Breyt­ing­in hef­ur þau áhrif á Strætó að leiðir 16 og 17 munu ekki leng­ur stoppa við Rauðar­ár­stíg, held­ur fær­ast að Hlemmi Mat­höll.

Lok­an­ir fyr­ir bílaum­ferð á Rauðar­ár­stíg munu taka gildi um leið og fram­kvæmd­ir hefjast en aðgengi að göngu­leiðum verður gott og aðgengi á gang­stétt­inni held­ur sér mest­all­an tím­ann.

Tölu­verð klöpp er á Rauðar­ár­stíg sem þarf að losa og verður verk­tak­an­um gef­inn kost­ur á bæði spreng­ing­um og fleyg­un. Spreng­ing­ar verða notaðar til þess að hraða fram­vindu verks­ins og að stytta tím­ann sem fram­kvæmd­irn­ar taka.

Gera má ráð fyr­ir hávaða á vinnu­tíma í um það bil þrjá mánuði, eða frá lok júní og út sept­em­ber, en þessi tíma­áætl­un verður skýr­ari um leið og ver­káætl­un verk­taka ligg­ur fyr­ir. Verklok eru áætluð vorið 2023.

Lok­an­ir og hjá­leiðir
Rauðar­ár­stíg­ur verður lokaður vél­knú­inni um­ferð frá Bríet­ar­túni að Hverf­is­götu.

Bíl­stjór­um á leið að Hlemmi er beint aust­ur Lauga­veg við Katrín­ar­tún.
Bíl­stjór­um á leið vest­ur Bríet­ar­tún að Snorra­braut er beint um Þór­unn­ar­tún og Borg­ar­tún.
Bíl­stjór­um á Snorra­braut á leið aust­ur Bríet­ar­tún er beint um Borg­ar­tún.

Heimild: Mbl.is