Home Fréttir Í fréttum Stækkar við Selfosslaugina

Stækkar við Selfosslaugina

150
0
Drög að líkamsræktarstöð World Class við Sundlaug Selfoss. Teikning/Pro-Ark Teiknistofa

Björn Leifs­son, stofn­andi og einn eig­enda lík­ams­rækt­ar­keðjunn­ar World Class, áform­ar að hefja fram­kvæmd­ir við stækk­un World Class á Sel­fossi í sum­ar.

<>

Sú stöð er við hlið sund­laug­ar­inn­ar og fer úr 800 fer­metr­um í 1.200 fer­metra eft­ir stækk­un. Áformað er að taka ný­bygg­ing­una í notk­un í byrj­un næsta árs en hún er viðbygg­ing við Sund­höll Sel­foss. Bæj­ar­ráð Árborg­ar samþykkti fram­kvæmd­ina á fundi 12. apríl síðastliðinn.

Björn áætl­ar að kostnaður­inn verði um 250 millj­ón­ir króna eða um 600 þúsund krón­ur á fer­metra. Bún­ings­klef­ar sund­laug­ar­inn­ar verða áfram sam­nýtt­ir með stöðinni.

Björn Leifs­son eig­andi World Class. Har­ald­ur Jónas­son/​Hari

Upp­bygg­ing­in var sett á ís vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins en vegna hans dró úr aðsókn í stöðvarn­ar. Fyr­ir far­ald­ur­inn voru um 49.200 áskrif­end­ur hjá World Class en þeim hafði fækkað í 36 þúsund í maí í fyrra, eða um rúm 13 þúsund.

Hef­ur fjölgað um sex þúsund
Þeim hef­ur síðan fjölgað í 42 þúsund og reikn­ar Björn aðspurður með að þeim fjölgi enn á síðari hluta árs­ins og nálg­ist fyrra há­mark.

Ekk­ert bendi til var­an­legr­ar breyt­ing­ar á eft­ir­spurn vegna far­ald­urs­ins. Þá hafi aðsókn­in auk­ist mikið í World Fit en þær æf­ing­ar fara fram á stöðvum World Class í Kringl­unni, á Tjarn­ar­völl­um, í Vatns­mýri og á Skóla­stíg, Ak­ur­eyri.

Spurður um stækk­un­ina á Sel­fossi seg­ir Björn hana skýr­ast af fjölg­un íbúa sem hafi skapað meiri eft­ir­spurn. Það megi merkja á nýj­um and­lit­um í kúnna­hópn­um. Sel­fyss­ing­um fjölgaði úr 8.058 í árs­byrj­un 2019 í 9.349 í byrj­un þessa árs.

Heimild: Mbl.is

Previous articleOpnun útboðs: Vatnsrennibrautarsvæði, uppsteypa og lagnir í jörð
Next articleOpnun útboðs: Almenningssalerni í Bláfjöllum