Home Fréttir Í fréttum Seljendur nýrra fasteigna þurfa að gæta sín

Seljendur nýrra fasteigna þurfa að gæta sín

530
0
Skuggahverfið Mynd: Haraldur Guðjónsson

Skugggahverfi 2-3 vann í máli gegn seljanda íbúða en frágangur þeirra var ekki í samræmi við lög og reglur.

<>

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nýverið húsfélaginu Skuggahverfi 2-3 í hag vegna frágangs íbúða við Lindargötu 37. Húsfélagið gerði kröfu gegn félaginu Stendur ehf, sem átti húsið og seldi íbúðirnar. Krafan hljóðaði upp á 52 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá árinu 2016.

Upphafið má rekja til þess að Stendur ehf, keypti húsið fullbúið að utan en “fokhelt að innan” í febrúar 2013 og fékk verktakafyrirtæki til að klára frágang. Fyrsta íbúðin var svo afhent árið 2013 en lokaúttekt byggingarfulltrúa fór ekki fram fyrir en 2016 og það athugasemdarlaust.

Um sama leyti fóru að berast kvartanir til Stendur vegna frágangs ásamt kröfu um úrbætur en það endaði að lokum í málarekstri. Var þá fenginn dómkvaddur matsmaður og samkvæmt niðurstöðum hans voru ýmsir vankantar á húsinu, má þar nefna að frágangar glugga var ekki í samræmi við byggingarreglugerð og lak vatn inn með þeim vatn, eins barst loft og reykur á milli íbúða og hljóðeinangrun í nokkrum íbúðum ófullnægjandi.

Fallist var á niðurstöðu matsmanns og þannig talið að Stendur sem selji íbúðir í atvinnuskyni bæri ríkari skylda til að tryggja að frágangur nýrra íbúða væri í samræmi við lög og reglur. „Sem seljandi nýrra íbúða bar [Stendur ehf] ábyrgð gagnvart kaupendum á göllum sem kynnu að vera á fasteignum“ segir í dóminum.

Frekar má lesa um málið hér.

Heimild: Vb.is