Home Fréttir Í fréttum Nýtt íbúðahótel við Hlemm

Nýtt íbúðahótel við Hlemm

271
0
Laugavegur 105. Húsið nýtur verndar götumyndar í deiliskipulagi. Á götuhæðinni er nú rekinn veitingastaður. mbl.is/sisi

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur tekið já­kvætt í ósk eig­enda húss­ins Lauga­veg­ur 105 um að þar verði heim­ilaðar 27 íbúðir til skamm­tíma út­leigu á 3.-6. hæð. Þá hef­ur bygg­inga­full­trúi sömu­leiðis samþykkt nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á hús­inu.

<>

Þetta er sögu­frægt hús og stend­ur við eitt helsta torg höfuðborg­ar­inn­ar, Hlemm. Í hús­inu var til margra ára skeið rekið fyr­ir­tækið Hlemm­ur Square hostel.

Húsið Lauga­veg­ur 105 er stein­hús, byggt 1926 og teiknað af Ein­ari Er­lends­syni arki­tekt og síðar húsa­meist­ara rík­is­ins. Þar var lengi vel bif­reiðasmiðja og bílaum­boð Sveins Eg­ils­son­ar, sem hafði m.a. umboð fyr­ir Ford-bif­reiðarn­ar banda­rísku.

Nátt­úru­m­injsafn var þar til húsa í ára­tugi. Byggt var við húsið í áföng­um 1926-1947 og er það mikið breytt frá upp­haf­legri gerð.

Í um­sögn kem­ur fram að nokkr­um sinn­um áður hafi embætti skipu­lags­full­trúa fjallað um fyr­ir­spurn­ir fyr­ir þessa lóð með um­sögn á umliðnum árum. Af­greiðsla þeirra mála var nei­kvæð m.a. vegna þess að byggt var við húsið sem hef­ur vernd­ar­gildi og nýt­ur vernd­ar götu­mynd­ar í deili­skipu­lagi.

Skipu­lags­full­trúi fól verk­efn­is­stjóra að yf­ir­fara um­sókn­ina. Seg­ir í um­sögn hans að farið hafi verið yfir aðal­upp­drætti m.t.t. þeirr­ar sam- vinnu/​sam­tals sem farið hef­ur fram tengt þróun til­l­lög­un­ar og ít­ar­gagna sem borist hafa og sam­ræm­ist til­lag­an þeim mark­miðum sem þar voru sett.

Meðal ann­ars því að íbúðirn­ar geti orðið al­menn­ar í framtíðinni og að meðal­stærð íbúða í þessu gamla verndaða húsi verði minni en al­mennt er gerð krafa um, eða 70-73 fer­metr­ar. Þar sem húsið sé staðsett í miðborg, við eitt aðal­torg borg­ar­inn­ar og kjarna­stöð al­menn­ings­sam­gangna, megi reikna með að það verði aðlaðandi til bú­setu fyr­ir yngra fólk og þá sem kjósa óhefðbundið bú­setu­form og lífs­stíl.

Niðurstaða verk­efn­is­stjór­ans var sú að ekki er gerð skipu­lags­leg at- huga­semd við er­indið að öðru leyti en því að gera þurfi betri grein fyr­ir út­færslu þak­g­arðs í bygg­ing­ar­lýs­ingu m.a. lýsa út­færslu og yf­ir­borði. Þá væri gott að fá inn í bygg­ing­ar­lýs­ingu hlut­falls­skipt­ingu íbúða 3.-6. hæðar í íbúðagerðir og yf­ir­lit yfir birt flat­ar­mál þeirra og meðaltals­flat­ar­mál.

Önnur hæð húss­ins er í eigu Fé- lags­bú­staða og þar eru fyr­ir­hugaðar 10 tveggja her­bergja íbúðir.

Heimild: Mbl.is