Home Fréttir Í fréttum Byggja nýjan mið­bæ í Þor­láks­höfn

Byggja nýjan mið­bæ í Þor­láks­höfn

434
0
Elliði Vignisson bæjarstjóri og Karl Þráins­son fram­kvæmda­stjóri Arnar­hvols. Mynd/Aðsend

Ídag undir­rituðu full­trúar Sveitar­fé­lagsins Ölfus og full­trúar fram­kvæmda­fé­lagsins Arnar­hvols sam­komu­lag um byggingu mið­bæjar í Þor­láks­höfn.

<>

Í til­kynningu kemur fram að nýr mið­bær mun rísa norðan Sel­vogs­brautar og mótast af 200 metra langri göngu­götu þar sem gert er ráð fyrir upp­byggingu á skrif­stofum, verslunum, þjónustu og í­búða­byggð auk nauð­syn­legra opinna svæða og torga sem styðja við mann­líf og menningu.

Í til­kynningu kemur einnig fram að aðilar sam­komu­lagsins stefni að sam­vinnu um byggingu fjöl­nota menningar­salar í hinum nýja mið­bæ sem gæti nýst fyrir tón­listar­við­burði, ljós­myndir, safna­muni og fleira.

„Þor­láks­höfn hefur vaxið hratt á seinustu árum. Þar hefur mikil á­hersla verið lögð á upp­byggingu at­vinnu­lífsins og mörg lofandi verk­efni sem þegar er byrjað að vinna að.

Í sam­fé­laginu er ríkur vilji til að standa vel að upp­byggingu og sterk vitund um mikil­vægi þess að saman fari fjölgun íbúa og upp­bygging á mann­lífi, menningu og þjónustu.

Arnar­hvoll hefur metnað til að taka þátt í þessari upp­byggingu með í­búum og stjórn­endum sveitar­fé­lagsins,“ segir Karl Þráins­son fram­kvæmda­stjóri Arnar­hvols í til­kynningunni.

Á myndinni má sjá hvar og hvernig nýi miðbærinn mun líta út. Mynd/Aðsend

Arnarhvoll greiðir allan kostnað

Þar kemur einnig fram að sam­komu­lag þeirra við bæinn byggi á gildandi aðal­skipu­lagi og sé með á­herslu á hvernig nýta megi svæðið í kringum Sel­vogs­brautina til að skapa manneskju­legan og fal­legan mið­bæ.

Skýrt er tekið fram að skipu­lags­valdið er eftir sem áður allt á hendi sveitar­fé­lagsins. Þá greiðir Arnar­hvoll allan kostnað við fram­kvæmdina þar með allan kostnað við gatna­gerð, götu­lýsingu, yfir­borðs­frá­gang og fleira.

„Í fram­haldi af upp­byggjandi sam­tali milli sveitar­fé­lagsins og Arnar­hvols, um m.a. þá miklu upp­byggingu sem hér er að eiga sér stað lýsti Arnar­hvoll á­huga sínum á að standa að metnaðar­fullri upp­byggingu nýs mið­bæjar­kjarna í Þor­láks­höfn. Við sem hér búum þekkjum vel hversu öflugt mann­lífið í Þor­laks­höfn er.

Nýi mið­bærinn okkar mun án vafa bjóða upp á um­hverfi sem laðar til sín fólk, eykur þjónustu­stigið og eflir mann­líf og menningu. Ég er bjart­sýnn á að við getum lokið hönnun og skipu­lagi á þessu svæði núna strax í haust og fljót­lega út úr því geti fram­kvæmdir hafist,“ segir bæjar­stjóri Ölfuss, Elliði Vignis­son í til­kynningunni.

Heimild: Frettabladid.is