Home Fréttir Í fréttum 13.06.2022 Hönnun á breytingum og viðbyggingum á fangelsinu Litla-Hrauni -forval

13.06.2022 Hönnun á breytingum og viðbyggingum á fangelsinu Litla-Hrauni -forval

358
0
Mynd: Ragnar Visage - RÚV

Ríkiskaup f.h. Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna óska eftir umsækjendum til að taka þátt í forvali á hönnun á breytingum á núverandi húsnæði og þrem nýbyggingum við fangelsið á Litla Hrauni.

<>

Forvalið er opið öllum hæfum umsækjendum.

Fimm hæfustu umsækjendur sem uppfylla kröfur forvalsgagna verður boðið að taka þátt í skissuteikningagerð og fá boð um að gera tilboð byggða á sínum hönnunarlausnum.

Hver þátttakandi fær greiddar 2 milljónir fyrir að taka þátt í skissutímabili forvalsins sem mun standa yfir í 3 vikur.

Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er að finna á heimasíðu Ríkiskaupa.