Samruni Fagkaupa og móðurfélags Ísleifs Jónssonar hefur verið samþykkur af Samkeppniseftirlitinu.
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Fagkaupa, og ÍJ ehf., sem heldur utan um rekstur heildverslunarinnar Ísleifs Jónssonar sem selur hreinlætistæki auk þess að reka lagnadeild.
Félög sem tilheyra Fagkaupa-samstæðunni, sem er í eigu Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur, eru Sindri, Johan Rönning, S. Guðjónsson, Áltak og Vatn og veitur.
Stór samkeppnisaðili að myndast
Í ákvörðun SKE segir að það sé mat Fagkaupa og ÍJ að samkeppnisleg áhrif samrunans séu óveruleg. Hvorug félög hafi markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir innflutning og dreifingu pípulagningarvara, né markaði fyrir innflutning og sölu hvítvöru. Þá hafi samruninn það ekki í för með sér að markaðsráðandi staða myndist í kjölfar samrunans.
Eftirlitið leitaði til hagsmunaaðila í byrjun mars og barst þrjár umsagnir. Einn þeirra sagði að ekki væri nóg að horfa einungis til markaðshlutdeildar því sameinað félag myndi hafa mjög sterka stöðu á tengdum mörkuðum. Annar sagði samrunann hafa í för með sér að mjög stór samkeppnisaðili myndaðist á markaðnum sem hefði töluverð áhrif á samkeppnisstöðu aðila á markaðnum.
Sá þriðji taldi að samruninn myndi ekki skaða hagsmuni almennings en geti raskað samkeppni þar sem eignarhaldið á byggingarmarkaðnum færist á færri hendur. Þá sé ákveðin hætta á niðurgreiðslu á ákveðnum sviðum þegar aðilar stækki með þessu móti, án þess að það hafi áhrif á reksturinn.
Heimild: Vb.is