Home Fréttir Í fréttum 27.05.2022 Niðurrif í Myllubakkaskóla Reykjanesbær

27.05.2022 Niðurrif í Myllubakkaskóla Reykjanesbær

245
0
Mynd: Reykjanesbær

Reykjanesbær óskar eftir tilboði í verkið  S6_nf2204 Niðurrif í Myllubakkaskóla Reykjanesbæ

<>

Verkið felst í niðurrifi og förgun á skilgreindum hluta af húsnæðinu Sólvallagötu 6A. Niðurrifið er vegna þess að mygla greindist í húsnæði skólans.

Húsnæðið hýsir Grunnskólann Myllubakkaskóli í Reykjanesbæ. Heildarstærð þess hluta hússins sem á að rifa og farga er tengigangur sem er á einni hæð um 52 fermetrar og skólaálma C sem eru á eini hæð um 320 fermetrar sá hluti sem á að rífa,  samtals um 372 fermetrar að brúttómáli.

Byggingarhlutana skal rífa að fullu og ganga frá yfirborði að því loknu. Fjarlægja skal alla sökkla og kjallara, aftengja lagnir s.s. heimtaug rafmagns í næsta tengiboxi dreifiveitu og aftengja síma auk þess að aftengja  vatnsheimæð og loka frárennsli.

Upphaf framkvæmda hefst þegar verkkaupi hefur með formlegum hætti tekið tilboði bjóðanda.

Verklok áætluð í júlí 2022.

Skilyrði þátttöku eru nánar útskýrð í útboðsgögnum sem verða afhent á rafrænu formi frá og með föstudaginn 6 maí. 2022.

Þeir sem hyggjast taka þátt í útboðinu skulu hafa samband við Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjórar Reykjanesbæjar, með tölvupósti í netfangið innkaupastjori@reykjanesbaer.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang sitt og fá útboðsgögnin í kjölfarið send í tölvupósti.