Home Fréttir Í fréttum Vilja breyta gamla banda­ríska sendi­ráðinu í í­búða­hús

Vilja breyta gamla banda­ríska sendi­ráðinu í í­búða­hús

150
0
Eignin er í fjórum byggingum sem telja alls rúma tvö þúsund fermetra, og sameiginlegur garður. Ásett verð var 720 milljónir króna. VIGNIR MÁR/FASTEIGNALJÓSMYNDUN

Unnið er að því að leggja lokahönd á sölu gamla sendiráðshúss Bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík til nýrra eigenda sem vilja kanna hvort að leyfi fáist til að breyta húsnæðinu í íbúðahús.

<>

Frá þessu segir í Viðskiptablaðinu, en félagið Laxamýri ehf., sem er í eigu þeirra Hjalta Gylfasonar og Jónasar Más Gunnarssonar, hyggst kaupa húsnæðið sem stendur við Laufásveg 19-23. Þeir Hjalti og Jónas Már reka einnig verktaka- og fasteignaþróunarfélagið Mannverk.

Starfsemi bandaríska sendiráðsins var nýverið flutt á Engjateig í Reykjavík eftir að hafa verið til húsa við Laufásveg um margra áratuga skeið, eða frá fimmta áratug síðustu aldar.

Eignin er í fjórum byggingum sem telja alls rúma tvö þúsund fermetra, og sameiginlegur garður. Ásett verð var 720 milljónir króna.

Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Laxamýri hafi sent Reykjavíkurborg bréf í mars þar sem óskað hafi verið eftir samstarfi við skipulagssvið borgarinnar vegna breytinga á byggingunum. Segir að bæði fasteignin og fallegur inngarður hafi verið lokuð almenningi í yfir fimmtíu ár með háum girðingum og mikilli öryggisgæslu.

„Það er trú eigenda að með því að lækka/fjarlægja girðingar og fylla húsin af íbúum í stað öryggisvarða mun borgarmyndin bætast til muna,“ segir í bréfinu, en gera þarf breytingingar á deiluskipulagi til að hægt sé að ráðast í slíkar breytingar að koma upp íbúðum í húsinu.

Heimild: Visir.is