Home Fréttir Í fréttum Athuga möguleika á hafnargerð í Mýrdal

Athuga möguleika á hafnargerð í Mýrdal

280
0
Reiknað er með að höfnin verði fyrir austan Vík, ef á annað borð til framkvæmda kemur. mbl.is/Jónas Erlendsson

Þýskt fyr­ir­tæki sem und­ir­býr út­flutn­ing á vikri úr nám­um á Mýr­dalss­andi er jafn­framt að láta gera könn­un á mögu­leik­um þess að gera höfn á sand­in­um til þess að geta flutt vik­ur­inn beint út.

<>

Fram­bjóðend­ur B-lista fram­sókn­ar og óháðra við kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar hafa vakið at­hygli á þess­ari hug­mynd og segja að höfn gæti orðið lyfti­stöng fyr­ir sam­fé­lagið og aukið fjöl­breytni at­vinnu­lífs.

Hafn­leysa er á suður­strönd lands­ins, frá Land­eyj­um í Horna­fjörð. Þótt stund­um hafi komið upp áhugi á hafn­ar­gerð í Mýr­dal hafa hug­mynd­irn­ar ekki náð fót­festu. Sér­stak­lega hafa þær þær tekið mið af aðstæðum við Dyr­hóla­ey og að hugs­an­legt væri að gera haf­skipa­lægi inni í ósn­um.

Það mál komst fyrst á dag­skrá um alda­mót­in 1900 þegar Eng­lend­ing­ar buðust til að gera þar höfn gegn því að fá að veiða í land­helg­inni við Suður­land í ára­tugi. Hug­mynd­irn­ar voru end­ur­vakt­ar um miðja öld­ina og enn var það áhugi á út­gerð sem dreif þær áfram. Á seinni tím­um voru gerðir út hjóla­bát­ar til fisk­veiða og með ferðamenn, frá Dyr­hóla­ey og víðar á sönd­un­um.

Hug­mynd­ir um hafn­ar­gerð nú grund­vall­ast á áform­um eig­enda jarðar­inn­ar Hjör­leifs­höfða um stór­felld­an út­flutn­ing á vikri til að blanda í steypu úti í Evr­ópu.

Í vinnu við um­hverf­is­mat sem nú stend­ur yfir er gert ráð fyr­ir að vik­ur­inn verði flutt­ur með stór­um flutn­inga­bíl­um eft­ir þjóðveg­in­um um Suður­land og í skip í Þor­láks­höfn. Það hef­ur mælst illa fyr­ir í sum­um sveit­ar­fé­lög­un­um sem fara þarf í gegn­um. Einnig eru áform um að hefja út­flutn­ing á sandi úr fjör­unni til notk­un­ar við sand­blást­ur í Evr­ópu.

Minna kol­efn­is­spor

Fyr­ir­tækið EP Power Miner­als hef­ur jafn­framt verið að at­huga mögu­leika á gerð hafn­ar þannig að hægt yrði að flytja vik­ur­inn út án þess að fara út á þjóðveg­inn. Unnið hef­ur verið að fýsi­leika­könn­un en lok­aniður­stöður hafa ekki verið birt­ar.

Ein­ar Freyr El­ín­ar­son, odd­viti Mýr­dals­hrepps og þriðji maður á B-lista fram­sókn­ar og óháðra við kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, seg­ir að það yrði um­hverf­i­s­vænni kost­ur að flytja vik­ur­inn beint út frá strönd­inni í Mýr­dal.

Heimild: Mbl.is