Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skrefið í átt að stækkun Jarðbaðanna tekið

Fyrsta skrefið í átt að stækkun Jarðbaðanna tekið

263
0
Fyrirhugað útlit Jarðbaðanna eftir stækkun. BASALT ARKITEKTAR/DESIGN GROUP ITALA/EFLA

Fyrsta skóflustunga að nýrri aðstöðu Jarðbaðanna við Mývatn var tekin í dag en undirbúningur framkvæmda hefur staðið í nokkurn tíma.

<>

Ný bygging og stækkað lón verður austan við núverandi aðstöðu og er um 2.300 femetrar að stærð.

Ný aðstaða mun innihalda veitingarými, aðstöðu til fundarhalda, inni- og útiklefa, slökunarrými og nuddaðstöðu.

Byggingin verður á einni hæð og lónið aðlagað að henni þannig að gestir geti farið beint ofan í, ásamt því að upplifunarsvæðum í lóninu verður fjölgað.

Hönnuðir eru Basalt arkitektar, Design Group Italia og Efla verkfræðistofa.

Markmið eigenda er, að því er fram kemur í tilkynningu, að auka vellíðan gesta og skapa ferðalag í gegnum lónið þar sem gesturinn upplifi mikla nálægð við náttúruna í einstöku umhverfi og með mikilfenglegt útsýni Mývatnssveitar fyrir augum.

Stefnt er að opnun á fyrsta ársfjórðungi 2024.

Heimild: Visir.is