F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í:
Kjarvalsstaðir – Endurgerð gestasnyrtinga, útboð 15485
Verkið felur í sér endurnýjun á gestasnyrtingum og ræstingu Kjarvalsstaða. Í dag skiptast snyrtingarnar í karla- og kvennaklefa og inn af þeim eru ræstiklefar. Eftir breytingar verða innréttaðar sjö almennar snyrtingar, ein snyrting fyrir hreyfihamlaða og ein ræsting. Þar sem húsnæðið verður í fullri nýtingu á meðan á framkvæmd stendur er mikilvægt að öll umgengni sé snyrtileg og framkvæmdasvæðið sé skermað af.
Niðurrif hlaðinna veggja 28 m2
Fjarlægja hurðir og karma 13 stk
Fjarlægja innréttingar 5 m
Fjarlægja yfirborðsefni 179 m2
Fjarlægja búnað 43 stk
Flísalögn 301 m2
Nýir hlaðnir innveggir 156 m2
Múrviðgerðir og flot 208 m2
Sögun 45 m
Trésmíði 108 m2
Málun 202 m2
Innihurðir 9 stk.
Handbragð og frágangur á nýjum snyrtingum skal vera vandaður þar sem verið er að varðveita það yfirbragð sem er í húsinu í dag.
Efnisval og búnaður hefur verið valinn út frá því sjónarmiði að þær breytingar sem eiga sér stað falli vel að upprunalegri hönnun hússins og mun verkkaupi afhenda töluvert af búnaði til verksins.
Tryggja þarf að framvinda verkáætlunar standist og að allur undirbúningur verði sem bestur, þrátt fyrir að sjálf framkvæmdin sjálf hefjst ekki fyrr en 1. ágúst.
Á meðan á framkvæmdatíma stendur verða staðsettir gámar fyrir snyrtingar við Kjarvalsstaði fyrir gesti.
Kynningarfundur: 9. maí, 2022, kl 15:00.
Lok framkvæmdatíma: 31. október, 2022
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 13:00, 27. apríl 2022. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“ eða „Register“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:15, 23. maí 2022.