Home Fréttir Í fréttum Ný Björgunarmiðstöð rís í Reykjavík

Ný Björgunarmiðstöð rís í Reykjavík

124
0
Fulltrúar viðbragðsaðila við undirritun í dag. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri, Jón Gunn­ars­son, dóms­málaráðherra og Guðmund­ur Árna­son, ráðuneyt­is­stjóri í efna­hags- og fjár­málaráðuneyt­inu og Guðrún Ingvars­dótt­ir, for­stjóri Fram­kvæmda­sýsl­unn­ar und­ir­rituðu í dag samn­ing um 30 þúsund fer­metra lóð fyr­ir lög­gæslu- og viðbragðsaðila, svo­kallaða Björg­un­ar­miðstöð, milli Klepps­svæðis­ins og Holtag­arða.

Guðrún Ingvars­dótt­ir, for­stjóri Fram­kvæmda­sýsl­unn­ar, Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri, Jón Gunn­ars­son, dóms­málaráðherra og Guðmund­ur Árna­son, ráðuneyt­is­stjóri í efna­hags- og fjár­málaráðuneyt­inu. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Í staðinn fær borg­in lóð, áþekka að stærð, við Borg­ar­spít­ala í Foss­vogi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Þar seg­ir að unnið hafi verið und­ir­bún­ingi sam­eig­in­legr­ar bygg­ing­ar fyr­ir lög­gæslu- og  viðbragðsaðila á höfuðborg­ar­svæðinu frá því í júní í fyrra. Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra, Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu, Land­helg­is­gæsla Íslands, Toll­gæsl­an, Neyðarlín­an, Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg og yf­ir­stjórn Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins munu hafa aðstöðu í Björg­un­ar­miðstöðinni.

Heimild: Mbl.is

Previous articleHöllin tilbúin í haust: Kostnaður hleypur á 300 milljónum
Next articleSprengingar vegna byggingar á Snjóflóðavörnun á Seyðisfirði