Home Fréttir Í fréttum Vill göngugötu frá Hlemmi að Ingólfstorgi

Vill göngugötu frá Hlemmi að Ingólfstorgi

143
0
Bílum ekið um göngugötu. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Pawel Bartoszek, borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar, varpaði þeirri hug­mynd fram á Twitter í nótt að gera göngu­götu frá Ing­ólf­s­torgi upp Lauga­veg­inn og að Hlemmi. Í sam­tali við mbl.is seg­ir Pawel að göngu­gat­an yrði þá 1,5 kíló­metri að lengd og því um 400 metr­um lengri en Strikið í Dan­mörku.

<>

„Þetta yrði klár­lega með lengri göngu­göt­um í Evr­ópu, myndi ég halda,“ seg­ir hann.

„Við ber­um okk­ur alltaf sam­an við okk­ar gömlu herraþjóð Dani, og þá er bara gam­an að sjá að það er mjög góður mögu­leiki á göngu­götu sem er, í það minnsta ekki styttri en þeirra flagg­skip,“ bæt­ir hann við.

„Mér finnst þetta full­kom­lega fram­kvæm­an­legt, við erum búin að gera helm­ing­inn af þessu. Göngu­götukafl­inn núna er svona sirka 750 metr­ar.“

Hluti Lauga­veg­ar er nú göngu­gata. mbl.is/​Eggert

Erfitt að spá fyr­ir um tíma­setn­ing­una

Hann seg­ir að eitt af viðfangs­efn­um Viðreisn­ar á næsta kjör­tíma­bili verði að gera Lauga­veg­inn upp að Baróns­stíg að göngu­götu. Erfiðara sé að spá um tíma­setn­ing­una á kafl­an­um eft­ir það, þar sem í dag er bíla­stæðahús á milli Baróns­stíg­ar og Snorra­braut­ar.

„Það þyrfti kannski að skoða framtíð þess ef við mund­um breyta þeim veg­kafla.“

Hann bæt­ir því við að þegar Hlemmi verði breytt í fal­legt torg, þá liggi það bein­lín­is við að búa til göngu­götu milli þess­ara tveggja torga. Það er frá Ing­ólf­s­torgi og að nýj­um Hlemmi.

Pawel kveðst einnig spennt­ur fyr­ir því að skoða það að fækka bíla­stæðum í kring­um Hall­gríms­kirkju og setja þar í staðinn al­menn­ings­garð.

„Við get­um haft ein­hvers­kon­ar sparkvelli, ekki bara fyr­ir börn held­ur svo full­orðið fólk geti stundað íþrótt­ir á kvöld­in, eða körfu­bolta­velli í anda Klambra­túns­ins, þó að áferðin yrði aðeins öðru­vísi.“

Heimild: Mbl.is