Home Fréttir Í fréttum Nöturleg biðstaða Sverris eftir að bygging hússins hans var stöðvuð

Nöturleg biðstaða Sverris eftir að bygging hússins hans var stöðvuð

213
0
Svona lítur húsið út. Ekki hefur verið unnið við það síðan í lok árs 2019.

Nöturleg biðstaða Sverris eftir að bygging hússins hans var stöðvuð – „Lífið hefur sannarlega verið á hold hjá mér og þetta er mikið högg“

<>

Í lok ársins 2019 stöðvaði byggingarfulltrúi Reykjanesbæjar byggingu Sverris Arnar Leifssonar á einbýlishúsi hans í Reykjanesbæ og árið 2020 staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun.

Ástæðan var sögð sú að hæð hússins væri ekki í samræmi við deiliskipulag. Þó lá fyrir að hæð hússins var í samræmi við byggingarleyfi sem gefið var út.

Umboðsmaður Alþingis hefur nú fjallað um þessa ákvörðun og gefið út að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála taki málið aftur til meðferðar.

„Þetta álit er ásættanlegt í bili,“ segir Sverrir Örn í samtali við DV en hann er óviss um hvert framhaldið verður.

„Ég fékk útgefin leyfi og áformin samþykkt árið 2017, ég fékk síðan byggingarleyfi útgefið árið 2018 og þá hófust framkvæmdir,“ segir Sverrir. Húsið byggði Sverrir í góðri trú vegna þeirra gagna sem byggingarfulltrúi hafði lagt fram. Segir hann að í þessu máli sé réttaröryggi borgaranna í húfi.

„Það hefur ekkert verið gert í bygginunni síðan í lok árs 2019. Allt árið 2020 og fram á 2021 lá málið síðan hjá Umboðsmanni Alþingis. Lífið hefur sannarlega verið á hold hjá mér og þetta er mikið högg,“ segir Sverrir en ofan á þetta áfall bættist við að hann missti vinnuna sem flugmaður í Covid-faraldrinum.

„Núna er spurningin hvernig þetta þróast allt saman. Maður veltir því fyrir sér hvað það þýðir almennt fyrir réttaröryggi borgaranna ef svona vinnubrögð tíðkast. Hvað hafa margir lent í því sama og bara einfaldlega gefist upp,“ segir Sverrir sem vonast til að fá leyfi til að halda byggingu hússins áfram enda er húsið uppsteypt.

Í úrskurði  Umboðsmanns Alþingis segir meðal annars:

„Í málinu lá fyrir að hæð hússins var í samræmi við byggingarleyfi sem A hafði fengið útgefið og þá uppdrætti sem byggingarfulltrúinn hafði upphaflega samþykkt.

Umboðsmaður benti á að byggingarfulltrúa væri við ákveðnar aðstæður rétt að stöðva framkvæmdir tímabundið á meðan rannsakað væri hvort byggingarleyfi yrði fellt niður eða afturkallað. Þrátt fyrir það yrði ekki annað ráðið af rökstuðningi ákvörðunar hans um stöðvun framkvæmda en að hún hefði byggst á því að hæð hússins væri ekki í samræmi við skipulagsskilmála og uppfærða uppdrætti hússins.

Að þessu leyti hefði aftur á móti ekkert komið fram um að byggingarfulltrúi hefði eftir stöðvun framkvæmdanna hafið undirbúning að ákvörðun um niðurfellingu eða afturköllun byggingarleyfisins.“

Þá segir ennfremur að Umboðsmaður Alþingis beini þeim tilmælum til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál að taka erindi Sverris fyrir að nýju.

Úrskurðinn má lesa hér

Heimild: Dv.is