Home Fréttir Í fréttum Endurbætur á Tryggvagötu

Endurbætur á Tryggvagötu

218
0
Starfsmenn Bjössa ehf. hafa unnið að því að grafa upp svæðið og undirbúa jarðvegsskipti og nýjar lagnir Morgunblaðið/Sigtryggur Sigtryggsson

Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar að nýju við end­ur­gerð Tryggvagötu í miðborg Reykja­vík­ur. Um er að ræða þriðja og síðasta ver­káfang­ann í end­ur­gerð göt­unn­ar allt frá Kalkofns­vegi.

<>

Lagn­ir verða end­ur­nýjaðar og skipt um jarðveg. Gang­stétt­ir verða end­ur­nýjaðar og lagt nýtt mal­bik. Snjó­bræðslu­kerfi verður komið fyr­ir í gang­stétt­um, sem mun koma sér vel fyr­ir gang­andi fólk að vetri til.

Fram­kvæmda­svæðið tak­mark­ast við Gróf­ina sem heild, við gatna­mót Vest­ur­götu og Tryggvagötu. Með því verður Tryggvagata tíma­bundið að botn­götu bæði með aðkomu frá Geirs­götu og frá Kalkofns­vegi. Verkið er unnið í sam­vinnu við Veit­ur. Áætlað er að verk­inu ljúki um miðjan júlí og verður um­ferð bíla þá heim­iluð að nýju um Tryggvagötu. Verktaki er Bjössi ehf.

Und­an­far­in ár hef­ur verið unnið að því að fegra Tryggvagöt­una. Fyrst var gat­an end­ur­gerð frá Lækj­ar­götu að Bæj­ar­torgi. Torgið sjálft, þar sem hinn sögu­frægi pylsu­vagn Bæj­ar­ins bestu stend­ur, var einnig end­ur­gert. Við þess­ar fram­kvæmd­ir kom hin fræga Stein­bryggja í ljós og var ákveðið að hafa hluta henn­ar sýni­leg­an í framtíðinni.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu.

Heimild: Mbl.is