Kópavogsbær hefur hafnað tilboði Landsbréfa í hlut bæjarins í félaginu Þríhnúkum ehf.
Landsbréf gerðu tilboð í allt hlutafé Þríhnúka. Bæjarráðið samþykkti með fimm atkvæðum að hafna tilboðinu og að auglýsa hlut Kópavogsbæjar til sölu.
Fram hefur komið í Fréttablaðinu að tilboðið hljóðaði upp á 119 milljónir króna í allt hlutafé Þríhnúka sem byggt hafa upp ferðaþjónustu við Þríhnúkagíg. Reykjavíkurborg hefur samþykkt að selja sinn 13,9 prósenta hlut. Einn upphafsmanna Þríhnúka á 29,1 prósents eignarhlut eftir að hann keypt 18,6 prósenta hlut Stefnis í október. Aðrir hluthafar eru Icelandair Group, Árni Björn Stefánsson, Einar Kristján Stefánsson og VSÓ ráðgjöf.
Heimild: Vísir.is