Home Fréttir Í fréttum ÍAV fær Volvo L180H hjólaskóflur afhentar

ÍAV fær Volvo L180H hjólaskóflur afhentar

337
0
Mynd: ÍAV.is

ÍAV hafa fengið afhentar tvær nýjar Volvo L180H hjólaskóflur af fjórum sem eru komnar til landsins. Verða næstu tvær L180H hjólaskóflurnar afhentar ÍAV á næstu dögum þegar standsetning hefur farið fram á Volvo atvinnutækjaverkstæði Brimborgar.

<>

Hér eru á ferðinni mjög öflugar rúmlega 28 tonna Volvo L180H hjólaskóflur sem eru mjög vel útbúnar í alla staði. Vélin er D13J, en hún er 13 lítra, 6 strokka línuvél sem er 334 hestöfl og skilar 2.030 Nm togi. Vélin uppfyllir Tier 4 Final stage mengunarstaðla. Fjöðrunarkerfi er á gálga sem eykur þægindin til muna þegar ekið er með fulla skóflu á ósléttu yfirborði auk þess sem vélin kemur útbúin með smurkerfi sem eykur uppi tíma og minnkar viðhald.

Hjólaskóflurnar koma með frábærri lýsingu sem gerir vinnuna auðveldari og eykur öryggi þegar unnið er í myrkri. Ökumannshúsið er mjög vel útbúið með loftkælingu, fjölstillanlegu fjaðrandi ökumannssæti, bakkmyndvél, Lodatronic tölvuvog og fl.

Heimild: ÍAV.is