Home Fréttir Í fréttum Hagaskóli verði stækkaður

Hagaskóli verði stækkaður

268
0
Hagaskóli. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Borg­ar­ráð samþykkti í dag til­lögu um stækk­un á Haga­skóla sam­hliða end­ur­nýj­un á hús­næðinu og er áætlaður fram­kvæmda­tími þrjú ár.

<>

Nem­end­ur í tveim­ur ár­göng­um hafa stundað nám í öðru hús­næði frá því fyr­ir ára­mót eft­ir að mygla greind­ist í aðal­bygg­ingu og vesturálm­um skól­ans. End­ur­nýj­un á aðal­bygg­ingu stend­ur nú yfir en vesturálm­urn­ar verða rifn­ar.

Leyfi var gefið til að hefja hönn­un­ar­vinnu á nýrri bygg­ingu sem mun rísa á grunni vesturálm­anna. Þær eru sam­an­lagt um 880 fer­metr­ar en áætlað er að stærð nýrr­ar bygg­ing­ar verði um 3.100 fer­metr­ar.

Áætlaður heild­ar­kostnaður er 4.600 millj­ón­ir króna, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg. Reiknað er með að end­ur­nýj­un aðal­bygg­ing­ar ljúki að fullu sum­arið 2023.

Gert er ráð fyr­ir að nem­end­ur úr tveim­ur ár­göng­um hefji næsta skóla­ár í Ármúla 28-30 til bráðabirgða en að öll kennsla muni fara fram í Haga­skóla næsta vor.

Skól­inn er einn sá fjöl­menn­asti í Reykja­vík en þar eru yfir 600 nem­end­ur í þrem­ur ár­göng­um. Framund­an er mik­il upp­bygg­ing í hverf­inu og gert er ráð fyr­ir að nem­end­um fjölgi í allt að 700 á næst­um árum.

Heimild: Mbl.is