Home Fréttir Í fréttum Skúli selur eignir fyrir 5,5 milljarða króna

Skúli selur eignir fyrir 5,5 milljarða króna

277
0
Skúli Gunnar Sigfússon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skúli Gunn­ar Sig­fús­son, oft kennd­ur við Su­bway á Íslandi, seldi í dag fast­eign­ir til fast­eigna­fé­lags­ins Reg­ins fyr­ir um 5,5 millj­arða króna. Reg­inn til­kynnti um kaup­in í Kaup­höll fyr­ir stundu en þau eru gerð með fyr­ir­vara um áreiðan­leika­könn­un og frá­falli for­kaups­rétt­ar.

<>

Um er að ræða fast­eign­ir við Hafn­ar­stræti 17-19, Hafn­ar­stræti 18 og Þing­holts­stræti 2-4 í Reykja­vík. Eign­irn­ar við Hafn­ar­stræti voru í eigu Suður­húsa ehf., sem er fjár­fest­inga­fé­lag í eigu Skúla, Sig­ríðar Kol­beins­dótt­ur og dætra þeirra. Eign­irn­ar við Þing­holts­stræti voru i eigu Staðarfjalls ehf., sem er í eigu Skúla.

„Ég hef á liðnum ára­tug varið um­tals­verðum tíma og fjár­magni í fram­kvæmd­ir á þess­um reit­um, end­ur­bygg­ingu hús­næðis­ins við Þing­holts­stræti og síðar upp­bygg­ingu við Hafn­ar­stræti. Nú er þeim áföng­um lokið og ég geng stolt­ur frá því verki,“ seg­ir Skúli í sam­tali við mbl.is, spurður um ástæður þess að hann skuli nú selja eign­irn­ar.

„Þrátt fyr­ir óróa í hag­kerf­inu eru markaðsaðstæður hag­stæðar um þess­ar mund­ir en ég mun ein­beita mér að öðrum eign­um í minni eigu, þar með talið upp­bygg­ing­ar­verk­efn­um og öðrum rekstri. Ég er ánægður að þess­ar fal­legu eign­ir séu komn­ar í eigu trausts aðila sem mun halda þeim vel við í framtíðinni.“

Við Hafn­ar­stræti 17-19 stend­ur Reykja­vík Konsúlat Hotel sem rekið er af Icelanda­ir Hotels, en Skúli fjár­festi í eign­inni árið 2010 og reisti þar hót­elið og versl­un­ar­hús­næði. Fram­kvæmd­ir standa yfir við Hafn­ar­stræti 18 og eru langt komn­ar.

Skúli fjár­festi í Þing­holts­stræti 2-4 árið 2008 og lét í fram­hald­inu end­ur­byggja stór­an hluta af því hús­næði og byggði hótel­íbúðir við húsið. Fyrsti hluti húss­ins var byggður árið 1884.

Heild­ar­fer­metra­fjöldi fast­eign­anna er 6.777 m2, að stærst­um hluta hót­el og gisti­starf­semi. Í til­kynn­ingu Reg­ins kem­ur fram að kaup­in verði fjár­mögnuð að fullu með hand­bæru fé og láns­fé.

Áætlaðar leigu­tekj­ur miðað við fulla út­leigu fast­eign­anna á árs­grund­velli nema um kr. 440 millj­ón­um og áætluð leigu­arðsemi er 6,5%. Ráðgjafi Reg­ins í viðskipt­un­um er Fyr­ir­tækjaráðgjöf Íslands­banka.